23. nóv. 2009 : skiptifatamarkaður

 Kæru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólaaldri

Nú þegar vetur er gengin í garð höfum við hjá Rauða krossinum í Skagafirði sett upp skiptifatamarkað í Rauðakrosshúsinu fyrir allan fatnað. Foreldrar eru hvattir til að koma með notuð föt og skipta yfir í aðrar stærðir eða öðruvísi fatnað eða skó. Hægt verður að skipta yfir í hlý föt, spariföt, buxur, peysur, skó og fleira.
 
Markaðurinn verður staðsettur í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 10b. á Sauðárkrók.
 
Opnunartími verður frá kl. 15:00 – 18:00 Miðvikudagin 2.des, fimmtudaginn 3. des og föstudaginn 4. des.
 
Endilega nýtið ykkur markaðinn – hann er einmitt fyrir ykkur öll.
 
Kær kveðja frá
Rauði kross Íslands Skagafjarðardeild og Prjónahóp rauðakross Skagafjarðardeildar
 

23. nóv. 2009 : Fatamarkaður - Nytjamarkaður

Fatamarkaður og nytjamarkaður er alla þriðjudaga frá kl. 14:00 - 16:00 fram að jólum í Rauðakrosshúsinu við Aðalgötu 10b.

endilega komið og kíkið við!

Kveðja, Prjónahópur Rauðakross Skagafjarðar

5. nóv. 2009 : Rauði krossinn tók þátt í Multi Musica

Á fyrsta vetrardag var haldin skemmtileg hátíð í Miðgarði.

Forsprakkinn var Ásdís Guðmundsdóttir söngkona. Dagskráin var helguð konum og tónlist þeirra víðsvegar úr heiminum. Lögin sem flutt voru komu frá Mexíkó, Kúbu, Argentínu, Chile, Grænhöfðaeyjum, Portúgal, Túnis, Indlandi, S- Afríku, Benin og Rúmeníu. Falleg og glaðleg lög sem voru flutt vel og af mikilli innlifun og gleði.