16. mar. 2010 : Vel heppnaður Aðalfundur

Aðalfundur deildarinnar var haldinn síðastliðinn miðvikudag við góðar undirtektir en vel var mætt á fundinn og einn sá fjölmennasti Aðalfundur á norðurlandi vestra.

Þökkum við fyrirlesurunum kærlega fyrir upplýsandi og skemmtilega fyrirlestra og jafnframt er nýliðum í stjórn boðnir velkomnir til starfa hjá deildinni.

Hér fyrir neðan má svo sjá árskýrsluna og framkvæmdaáætlunina fyrir árið 2009.

8. mar. 2010 : Aðalfundur 10. mars kl.20.00

Aðalfundur

Hinn árlegi aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða kross Íslands verður haldinn í húsnæði deildarinnar, Aðalgötu 10b Sauðárkróki            miðvikudaginn 10. mars kl. 20.00

Almenn aðalfundarstörf og fræðsluerindi

Hörður Sveinsson félagi í Björgunarsveitinni Ársæli og meðlimur í Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni mun mæta á fundinn og segja frá ferð Íslendinganna til Haíti og björgunarstörfum þar ytra.

Hlín Baldvinsdóttir sendifulltrúi mun halda erindi og sjálfboðaliðar á vegum verkefnisins Evrópa unga fólksins sem dvalist hafa í Skagafirði undanfarna tvo mánuði og munu verða hér fram á haust segja frá störfum sínum.

kaffiveitingar verða í boði

Verið velkomin, félagar jafn sem annað áhugafólk,

Stjórn Rauða kross Íslands Skagafjarðardeild