29. jún. 2010 : Safna fyrir börn á Haítí

Þorbjörg Ingvarsdóttir og Kamilla Brá Brynjarsdóttir efndu til tombólu við Hlíðarkaup á Sauðarkróki og söfnuðu á tveimur tímum 8.156 krónum fyrir hjálparstarf Rauða krossins.

Þeir peningar sem tombólubörn safna á árinu fer til hjálpar börnum á Haítí. Rauði krossinn þakkar þessum duglegu stelpum innilega fyrir framtakið og fallega hugsun.