18. ágú. 2010 : Mikilvægir þátttakendur í hjálparstarfi Rauða krossins

Þær Ásta Lilja Gísladóttir og systurnar Sigrún og Guðrún Vernharðsdætur , taldar frá vinstri á myndinni,  söfnuðu saman dóti í herbergjunum sínum og héldu tombólu.  Þetta dót voru þær hættar að leika sér með, en töldu að einhverjir aðrir mundu vilja nota það.  Reyndist þetta rétt hjá þeim því tombólan gekk vel og þær færðu Skagafjarðardeild Rauða krossins alla peningana, sem reyndist vera kr. 5.500,-

Þær tóku fram að þær vildu að peningarnir færu í hjálpargögn fyrir fólkið í Pakistan sem er í nauðum statt vegna mikilla flóða.. Rauði kross Íslands er einmitt með söfnun í gangi og  þakkar vinkonunum fyrir hugulsemina.

Tombólubörn á Íslandi leggja sitt af mörkum við hjálparstarf með því að gefa Rauða krossinum það fé sem safnast þegar þau halda tombólur.

Árlega halda um fjögur hundruð börn tombólur og safna allt að milljón krónum sem varið er til að aðstoða börn víðsvegar í heiminum sem eiga um sárt að binda.

18. ágú. 2010 : Góðar gjafir

Birta Rós Daníelsdóttir, Anna Margrét Hörpudóttir, Sólveig Birta Eiðsdóttir, Ástrós Baldursdóttir, Björg Þóra Sveinsdóttir, Hallgerður Erla Hjartardóttir og Ásthildur Ómarsdóttir héldu tombólu og afhentu Skagafjarðardeild Rauða krossins afraksturinn, sem reyndist vera kr. 9.458,-

Deildin þakkar stúlkunum dugnaðinn, og áætlar að nota peningana til að kaupa garn fyrir konurnar í Prjónahópnum, svo þær geti haldið áfram að útbúa fatapakka fyrir smábörn í Afríku.