31. maí 2011 : Tómstundahópur Rauða krossins fær styrk

Það hljóp heldur  betur á snærið hjá Tómstundahópi Rauða krossins á Sauðárkróki í gær þegar þær Sigrún Aadnegard og Steinunn Hallsdóttir afhentu afrakstur Fiskisæludaga sem haldnir voru í Ljósheimum um Sæluvikuna.

Í Sæluvikunni sem nú virðist langt að baki var tilreiddur fiskur í ýmsum útfærslum fyrir þá er komu  en allur ágóði af greiðasölu þessari rennur til góðgerðamála. Nú naut  Tómstundahópurinn góðs af Fiskisæludögunum en upphæðin sem um ræðir var alls 120 þúsund krónur sem efalaust á eftir að koma sér vel.

Það var Steinar Þór Björnsson sem tók við gjöfinni fyrir hönd Tómstundahópsins en svo skemmtilega vildi til að hann átti afmæli þennan dag.