Skiptifatamarkaður

Sigríður Ólafsdóttir

30. des. 2009

 

Um miðjan desember síðastliðin var haldin skiptifatamarkaður hér í Rauðakrosshúsinu á Sauðárkrók. Fyrirmyndin kemur að sunnan þar sem skiptifatamarkaðir eru haldnir í grunnskólum í samstarfi við skólana og foreldra. Vegna smæðar okkar hér var ákveðið að hafa einn markað, hér á króknum, en mikið úrval var af fatnaði en markhópurinn að þessu sinni voru börn á leikskólaaldri. Þó nokkuð var um að foreldrar mættu með föt af börnum sínum og fengu notuð og ný í staðin.
 
Skiptifatamarkaðurinn nýtti sér einnig tækifærið og fór á stúfana alla leið til Grunnskólans á Hólum Í Hjaltadal en þar var jólamarkaður hjá grunnskólabörnum en vel var tekið á móti okkur þar. Börnin seldu jólate og smákökur sem þau höfðu bakað sjálf en svo gátu einstaklingar verið með bás og selt vörur sínar. Starfsmaður Rauða krossins naut dyggrar aðstoðar tveggja drengja, Hafsteins Más Þorsteinsonar og Ísaks Þóris Ísólfssonar Líndal, við skiptifatamarkaðinn en greinilegt er að áhugi á rauðakrossinum er mikill og fannst börnum sem og fullorðnum þessi nýjung, að geta skipt út fötum og fengið ný, vera frábær hugmynd.