Skagfirðingar eru

ÁS

11. maí 2005

Þann 26. apríl var blóðbankabíllinn á ferðinni í Skagafirði og var hann staðsettur fyrir utan Skagfirðingabúð. Sjálfboðaliðar Skagafjarðardeildarinnar höfðu unnið ötullega að því að auglýsa heimsóknina. Rúmlega 90 manns mættu til að gefa blóð og voru þar af um 68 nýir blóðgjafar.


Blóðbankabíllinn mætti svo aftur dagana 10.-11. maí og mættu þá um 70 blóðgjafar til að gefa blóð og þar af tæplega 30 nýir. Vill deildin, fyrir hönd blóðbankans, færa þeim Skagfirðingum sem mættu til að gefa blóð bestu þakkir fyrir.

Myndir