27. mar. 2015 : Konukoti barst gjöf frá Hótel Natura

Starfsfólk Hotel Natura kom færandi hendi á dögunum þar sem það afhendi Rauða krossinum í Reykjavík gjafakort uppá 100 þúsund krónur. Gjafakortið er ætlað Konukoti sem er eitt verkefna Rauða krossins í Reykjavík.

13. mar. 2015 : Nýr formaður tekur við hjá Rauða krossinum í Reykjavík

Kristín S. Hjálmtýsdóttir var kjörin formaður Rauða krossins í Reykjavík á aðalfundi félagsins í gær. Kristín er framkvæmdastjóri 11 millilandaviðskiptaráða sem hafa aðsetur hjá Viðskiptaráði Íslands í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni. Hún er sjálfboðaliði með Rauða krossinum og hefur á þeim vettvangi að mestu sinnt verkefnum í Konukoti.

12. mar. 2015 : Ársskýrsla Rauða krossins í Reykjavík komin á netið

Ársskýrsla Rauða krossins í Reykjavík 2014 er komin út og er einnig fáanleg hér í pdf.-formi. Það var mikið um breytingar á árinu 2014, nýtt húsnæði, keyptur var nýr bíll og Hjálparsíminn 1717 færðist frá deildinni.

18. feb. 2015 : Aðalfundur - Óskað eftir tilnefningum

Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 17:17 í húsnæði deildarinnar, Skúlagötu 21, 1.hæð. Á dagskrá aðalfundar er m.a. kjör formanns til tveggja ára, tveggja aðalmanna til tveggja ára og tveggja varamanna til eins árs. Að öðru leiti verður dagskrá samkvæmt 8.gr. laga Rauða krossins í Reykjavík.

11. feb. 2015 : Skyndihjálparafrek áhafnar Örfiriseyjar RE

Vel var tekið á móti þeim Jóni Þorsteini Sigurðssyni formanni Rauða krossins í Reykjavík og Agnari Braga Bragasyni varaformanni í gær er þeir færðu áhöfn Örfiriseyjar RE sérstaka viðurkenningu fyrir einstakt skyndihjálparafrek árið 2014. 

5. feb. 2015 : Fatnaður sendur til Grænlands

Konurnar í Handverkshópi Kvennadeildar voru ekki í vandræðum með að finna til hlýjan fatnað sem sendur var út til Grænlands með fulltrúum Skákfélags Hróksins nú á dögunum.

28. jan. 2015 : Kvennadeild og Hrókurinn aftur í samstarf

Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík aðstoðar Skákfélagið Hrókinn enn á ný í verkefnum félagsins á Grænlandi. Nú eru það börnin á austur-Grænlandi sem munu njóta góðs af prjónavörum Kvennadeildar.

12. jan. 2015 : Starfið byrjað á nýju ári 2015

Árið 2015 byrjar vel hjá Rauða krossinum í Reykjavík, starfsfólk og sjálfboðaliðar komnir úr jólafríi og öll verkefni komin á fullt að nýju.

17. des. 2014 : Rauði krossinn í Reykjavík flytur í nýtt húsnæði

Rauði krossinn í Reykjavík flutti nú á dögunum skrifstofur í nýtt húsnæði á fyrstu hæð á Skúlagötu 21 í póstnúmer 101. Haldin var lítil opnun í tilefni þess á degi sjálfboðaliðans 5.desember þar sem Jón Þorsteinn Sigurðsson formaður Rauða krossins í Reykjavík ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra færðu fjórum sjálfboðaliðum viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

15. des. 2014 : Jólakveðja og opnun skrifstofu yfir hátíðarnar

Skrifstofa Rauða krossins í Reykjavík verður lokuð frá og með 24 desember 2014 til 5 janúar 2015.

24. okt. 2014 : Sjálfboðaliðun? Ég er til!

Ívar Schram verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717 heldur erindi fyrir hönd Rauða krossins í Reykjavík á ráðstefnu í Katowice í Póllandi Í dag, 24. október. Ívar sem staddur er hér á landi mun flytja erindi sitt í gegnum internetið en ráðstefnan ber yfirskriftina „Volunteerism? I´m Game“ eða eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra: Sjálfboðaliðun? Ég er til.

1. sep. 2014 : Dönsum til góðs

Danslistarskóli JSB tekur þátt í söfnunarátaki Rauða Krossins og býður upp í dans.

1. sep. 2014 : Rauða kross hlaupið

Rauða kross hlaupið er nú haldið í fyrsta sinn og vonast er eftir góðri þátttöku. Hlaupið er til styrktar innanlandsstarfi Rauða krossins í Reykjavík. Rauða kross hlaupið verður haldið fimmtudaginn 4. september kl. 17:30. Allir hlauparar eru velkomnir, byrjendur og vanir hlauparar, við hvetjum einnig fjölskyldufólk til þess að mæta með börnin í 1,5 km skemmtiskokkið og styrkja gott málefni í leiðinni. Hlaupið er í Elliðaárdalnum og hefst hjá Rafstöðvarveginum rétt fyrir ofan CrossFit Stöðina. Svæðið verður vel merkt, sjá kort.

18. mar. 2014 : Vel mætt á aðalfund Rauða krossins í Reykjavík

Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík var haldinn 13. mars sl. Á fundinn mættu 41.

27. feb. 2014 : Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík

Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 2014, kl. 17:00 í húsnæði deildarinnar að Laugavegi 120 – 4 . hæð. Gengið er inn frá Rauðarárstíg.

7. feb. 2014 : Lionsklúbburinn Fold færir Konukoti veglegar gjafir

Síðastliðið haust föluðust konur í Lionsklúbbnum Fold eftir því að fá fræðslu um starfsemi Konukots.

Þær höfðu áhuga á að styrkja starfið í athvarfinu og vildu fá ábendingar um hvað helst vantaði eða gæti nýst gestum beint.

15. jan. 2014 : Skyndihjálpin vinsæl

Vel hefur verið sótt í öll skyndihjálparnámskeið Rauða krossins í Reykjavík að undanförnu, svo vel að þurft hefur að bætur við auka námskeiði í febrúar, sem mun fara fram á ensku.

18. des. 2013 : Hjartahlýja fyrir Konukot

Þegar Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur kom færandi hendi í Konukot með afrakstur atburðarins var hún beðin að segja aðeins frá tilurð gjafanna. "Málið er að fyrir rúmu ári síðan bað vinkona mín mig um að aðstoða sig við að halda úti facebook-síðu sem hún var með í tengslum við litla fyrirtæki sitt...

18. des. 2013 : Endurbætt húsnæði Rauða krossins í Reykjavík

[Mynd 1]Föstudaginn 13 desember s.l. tók Rauði krossinn í Reykjavík í notkun endurbætt húsnæði að Laugavegi 120, þ.e.a.s. fjórðu og fimmtu hæð. Um er að ræða talsverðar breytingu á húsakynnum deildarinnar en þar má helst nefna að samkomusalurinn hefur verið færður niður af fimmtu hæð og á þá fjórðu þar sem aðgengi fatlaðra er með besta móti.

23. okt. 2013 : Jólahlutavelta Ferðafélagsins Víðsýnar

Ferðafélagið Víðsýn hefur hafið sölu á miðum í sína árlegu Jólahlutaveltu.

Fjöldi glæsilegra vinninga er að vanda og má nefna þar málverk eftir Tolla, Daða Guðbjörnsson og Guðnýju Svövu frá Strandbergi.

Miða er hægt að kaupa í Vin, Hverfisgötu 47 eða á vefnum.

9. okt. 2013 : Sorpa styrkir Hjálparsímann og Fjölskyldumiðstöð

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og Fjölskyldumiðstöð Rauða krossins í Reykjavík hlutu veglegan styrk frá Sorpu samtals að verðmæti kr. 1.460.000,- föstudaginn 4. október síðastliðinn. Styrkurinn til Hjálparsímans er ætlaður til kynningarmála og kemur hann sér mjög vel nú þegar næsta þemavika er undirbúin. Styrkurinn til Fjölskyldumiðstöðvar er sérstaklega ætlaður til hópastarfs.

20. sep. 2013 : Úrræðin fjölbreyttari en þær áttu von á

Tólf konur frá alþjóðlegu samtökunum Internationale Gesellschaft für erzieherische Hilfen kynntu sér starfsemi Konukots. Konurnar sem hafa mikla starfsreynslu innan félagsþjónustunnar fara í kynningarferð annað hvert ár til að ræða málin við kollega í öðrum löndum og auka þekkinguna sína varðandi fáktækt, ofbeldi af ýmsu tagi, uppeldishjálp, jafnrétti, konur og börn í vandræðum osfr.

13. sep. 2013 : 10 ára afmæli Vinaskákfélgsins

Vinaskákfélagið varð 10 ára nú í sumar og var haldið uppá það með veglegu skákmóti í Vin s.l. mánudag, 9. September. Yfir 80 manns komu til að samgleðjast með skákfélaginu sem hefur stuðlað að miklu og góðu starfi í Vin öll þessi ár.

2. júl. 2013 : Lausar stöður hjá Rauða krossinum í Reykjavík

Rauði krossinn í Reykjavík auglýsir eftirfarandi stöður til umsóknar:

Verkefnastjórar Hjálparsíma Rauða krossins 1717

Auglýst er eftir þremur verkefnastjórum Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Um er að ræða 70% starf en verkefnastjórar vinna í teymi.

18. jún. 2013 : FUNDAÐ Í STOKKHÓLMI

Agnar Bragi Bragason, varaformaður Rauða krossins í Reykjavík, heimsótti skrifstofu Rauða krossins í Stokkhólmi í Svíþjóð á dögunum. Fundaði hann þar með Fredrik Gladh, sviðsstjóra upplýsingamála hjá sænska Rauða krossinum.

8. mar. 2013 : Lagabreytingar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík, 14. mars 2013.

 

Kjör stjórnar á aðalfundi Rauða krossins í Reykjavík (RkR) 2013

Auglýsing eftir tilnefningum

Á næsta aðalfundi RkR sem haldinn verður þann 14. mars nk. kl 17:00 er kjör nýrra stjórnarmanna á dagskrá. Kosið verður um formann til tveggja ára, tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og tvö sæti varamanna til eins árs.

28. feb. 2013 : Fátækt er ekki einkamál

Samstarfshópur um enn betra samfélag boðar til borgarafundar um farsæld og fátækt á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu föstudaginn 1. mars kl. 14 -16.

29. jan. 2013 : Heimsóknavnanámskeið

18. des. 2012 : Aðventufréttir frá Vin

19. sep. 2012 : Haustfagnaður Kvennadeildar 2012

Haustfagnaður Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík, 2012, verður haldinn í Iðnó, Vonarstræti 3, Reykjavík, fimmtudaginn 4. okt. kl.19:00

26. apr. 2012 : Sjálfboðaliða vantar í fatabúðir

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

 

23. apr. 2012 : Árið 2011 mikið annaár hjá skyndihjálparhópi höfuðborgarsvæðis

Árið 2011 sinnti Skyndihjálparhópur Rauða krossins í Reykjavík sjúkragæslu á samtals 27 framhaldsskólaböllum. Að meðaltali voru fimm sjálfboðaliðar á hverju balli en flest böllin voru haldin á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll. Algengast var að dansleikirnir voru frá klukkan 22:00 til 01:00 en lengur ef um árshátíð skólans var að ræða. Hópstjórar skyndihjálparhópsins Arna Garðarsdóttir og Anna Eir Guðfinnudóttur segja að samstarfið við nemendafélögin, kennara og skóla hafi gengið vel og flestir nemendur vera til fyrirmyndar.

15. mar. 2012 : Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands 15. mars 2012

 

Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn fimmtudaginn 15. mars 2012, kl. 17:17 í húsnæði deildarinnar að Laugavegi 120 – 5 . hæð. Gengið inn Rauðarárstígsmegin.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
Boðið verður uppá léttar veitingar að fundi loknum.

8. feb. 2012 : Around the world with art

25. nóv. 2011 : Jólasöfnun Rauðakrossins í Reykjavík - sjálfboðaliðar óskast.

Líkt og undanfarin ár stendur Reykjavíkurdeild Rauða krossins að úthlutunum til þeirra sem minna mega sín í formi fjárstyrkja í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. Ljóst er að þörfin fyrir aðstoð um hátíðirnar hefur síst minnkað frá fyrra ári.

Við leitum nú til sjálfboðaliða okkar um að taka að sér að gefa kakó til gesta og gangandi í miðbænum á laugardögum  í desember og safna um leið til styrktar jólaúthlutunum. Á hverri starfsstöð verður staðsettur söfnunarbaukur Rauða krossins og mun allt það fé sem safnast renna beint í jólaúthlutanir.

Kaupmenn við umræddar verslunargötur leggja til aðstöðu við 10 verslanir, borð, skreytingar og piparkökur. Þá munu sjálfboðaliðasamtökin SEEDS hjálpa til við kakódreifinguna með því að reka þrjár uppáhellingarstöðvar. Mjólkin verður í boði MS, súkkulaði til uppáhellingar í boði Nóa-Síríus og drykkjarílát í boði Gevalia.

7. sep. 2011 : Reyna að fækka HIV-smitum

Hvert nýtt HIV-tilfelli kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir. Sprauti sig í sérstakri miðstöð. Dæmigerð lyfjameðferð kostar 2-3 milljónir árlega. HIV-faraldur meðal sprautufíkla á Íslandi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 06.09.2011

17. ágú. 2011 : Taktur hefur starfsemi sína eftir sumarfrí

Taktur í Reykjavík hefur nú hafið starfsemi sína aftur eftir sumarfrí.

Nýr hópur mætti í Rauðakrosshúsið, Borgartúni 25 mánudaginn 15. ágúst.

Hópurinn samanstendur af 15 hressum einstaklingum sem allir hlakka til að takast á við komandi vikur.

16. ágú. 2011 : Nefnd ungra sjálfboðaliða

Nú í haustbyrjun verður sett á laggirnar nefnd sem mun starfa í forsvari fyrir alla unga sjálfboðaliða innan Rauða krossins í Reykjavík. Í nefndinni munu sitja fimm fulltrúar ungra sjálfboðaliða en þeir verða að koma úr mismunandi verkefnum Reykjavíkurdeildar. Skilyrði til sitja í nefndinni er að viðkomandi sé virkur sjálfboðaliði Rauða krossins í Reykjavík og á aldrinum 18-30 ára.

22. jún. 2011 : Mannúð og menning byrjar á fullum krafti

Mannúð og menning, leikjanámskeið Rauða krossins í Reykjavík byrjaði 6. júní síðastliðinn. Fullt var á námskeiðið en hvert námskeið getur tekið á móti 50 börnum á aldrinum 7-12 ára. Börnin voru einstaklega glöð með dagskrána enda er hún fjölbreytt og lifandi en áhersla er lögð á Rauða kross fræðslu í gegnum skemmtilega leiki. Samtals verða haldin sjö námskeið í sumar en ennþá eru laus pláss á nokkur námskeið.

Skráning fer fram á vef Rauða krossins í Reykjavík.

6. jún. 2011 : Grill, tónlist og hopp

Það var margt um manninn á sumarhátíð Rauða krossins í Reykjavík sem var haldin uppstigningardag 2. júní síðastliðinn við Elliðavatn í Elliðavatnsbænum. Öllum sjálfboðaliðum Reykjavíkurdeildarinnar var boðið á þennan árlega viðburð en sumarhátíðin er orðin ein af þessum föstu viðburðum í dagatali Rauða krossins.

6. jún. 2011 : Frábær þátttaka á Þjóðlandakvöldi

Nýjasta verkefni Rauða krossins í Reykjavík, Alþjóðatorg Ungmenna, var með sitt fyrsta Þjóðlandakvöld nú síðastliðinn föstudag (3.júní). Þemað var Litháen þar sem boðið var uppá Litháenska ljúffenga rétti, tónlist og dansa. Mætingin var mjög góð enda um stórt verkefni að ræða og fjölmargir mættu í búningum. (Sjáið myndbandið)...

25. maí 2011 : Æfing hjá Viðbragðshópi höfuðborgarsvæðis

Viðbragðshópur höfuðborgarsvæðisins fékk boð um að mæta á æfingu í gær, þriðjudaginn 24. maí klukkan 17. Hópnum var stefnt á Álftanes þar sem búið var að setja upp dagskrá og aðstöðu í hjólhýsi Reykjavíkurdeildar og bílnum Frú Ragnheiði og mættir voru 22 leikarar á öllum aldri.

Æfingunni var skipt á tvær stöðvar og þolendur (leikarar) fóru á milli til að sjálfboðaliðar viðbragðshópsins fengju fleiri tækifæri til að æfa sig í viðtalstækni og sálrænum stuðningi. Þannig var að hluta komið í veg fyrir galla sem oft er á æfingum þegar mjög margir sjálfboðaliðar eru um hvern leikara.

23. maí 2011 : Rauði krossinn hvetur fólk til að huga að sínum nánustu og nágrönnum á hamfarasvæðinu

Rauði krossinn hvetur íbúa á hamfarasvæðunum að huga vel að sínum nánustu og sinna nágrönnum sínum, sérstaklega þeim sem ekki eiga aðstandendur á svæðinu. Mikilvægt er að finna fyrir samhug og samstöðu þegar áföll sem þessi dynja yfir.
 
Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri áfallahjálpar Rauða krossins, segir að reynslan sé sú að fólk þurfi að sýna sjálfu sér þolinmæði hvað varðar viðbrögð við álaginu sem það býr við.
 
„Það skiptir máli að vera í samvistum við fjölskyldu sína, vini og félaga því mikill stuðningur felst í því. Börnin þurfa að geta sótt stuðning og öryggi til foreldra sinna og annarra fullorðinna sem þau treysta. Það er því mikilvægt að þau upplifi samstöðu fullorðna fólksins," segir Jóhann.

22. maí 2011 : Fjöldahjálparstöðvar opnar og Hjálparsíminn 1717 veitir upplýsingar vegna gossins - Icelandic Red Cross response to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Tvær fjöldahjálparstöðvar eru nú opnar á hamfarasvæðinu, á Kirkjubæjarklaustri og Hofgarði í Öræfum. Rauði krossinn vinnur nú að því að skipuleggja áfallahjálp til íbúa á svæðinu ásamt heilbrigðisþjónustunni, kirkju, sveitarfélögum og almannavörnum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður þegar í gærkvöldi sem upplýsingasími fyrir almenning eins og jafnan er gert í almannaástandi. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

Um 1000 íbúar eru á hamfarasvæðinu, og njóta þeir aðstoðar sitthvorum megin við Skeiðarársand þar sem Vegagerðin hefur lokað veginum af öryggisaðstæðum. Klausturdeild og Hornafjarðardeild Rauða krossins sjá um aðstoð á svæðinu, en aðrar deildir verða virkjaðar eftir því sem þörf krefur þar sem sjálfboðaliðar eru margir hverjir einnig þolendur vegna öskufallsins og þurfa að huga að fjölskyldu og eigin aðstæðum.

Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra.

Two shelters have been opened for inhabitants and tourists in the disaster area, one at the community centre in Kirkjubæjarklaustur at Klausturvegur 10 and at Hofgardur in Öræfi. The Icelandic Red Cross is organizing psychological support in the area together with health authorities, municipalities and the civil protection authorities.
The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information for the public during times of emergency. For all information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier simply dial 1717. If you are calling from abroad the number is + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

18. maí 2011 : Ná þyrfti til fleiri virkra sprautufíkla

Frú Ragnheiður er verkefni rekið af Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Bíll er færður á milli staða þar sem mest er þörf á þjónustunni og sjálfboðaliðar standa vaktir. Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. maí 2011.

17. maí 2011 : Vorferð Félagsvina kvenna af erlendum uppruna

Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna gerðu sér glaðan dag þann 15. maí og fóru í ferðalag upp á Akranes. Þar tók á móti hópnum fríður flokkur sjálfboðaliða Akranesdeildar. Tilefnið var að fagna vorinu og njóta þess að eiga góða stund saman.

Það var um 35 manna hópur kvenna og barna sem lagði af stað og álíka stór hópur sem tók á móti Félagsvinunum á Akranesi. Farið var á safnasvæðið en þar var boðið upp á ratleik, sem fólk tók misalvarlega. Einnig nutu þær þess að borða saman í fallegu húsi sem heitir Stúkuhús og byggt var í upphafi 20. aldar. Að því loknu var farið í leiki þar sem keppnisskapið sagði til sín, þá skipti engu máli hvort fólk var 7 eða 57 allir náðu að skemmta sér vel og lifa sig inn í leikina.Hægt er að sjá myndir á facebook síðu verkefnisins.

19. apr. 2011 : Sumarnámskeið fyrir börn

Rauði krossinn stendur fyrir fjölbreyttum sumarnámskeiðum fyrir börn eins og undanfarin sumur. Um er að ræða námskeiðin Börn og umhverfi, Mannúð og menning og Gleðidaga. 

Börn og umhverfi er námskeið fyrir börn fædd 1999 eða fyrr. Farið er í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

13. apr. 2011 : Hjálparsíminn gagnlegur - Átaksvika fyrir karla í erfiðleikum að baki

„Geta pabbar ekki grátið?“ var yfirskrift átaks hjálparsíma Rauða kross Íslands sem lauk á sunnudag og heppnaðist mjög vel, að sögn Karenar Theódórsdóttur, verkefnisstjóra hjálparsímans (1717). Greinin birtist í Morgunblaðinu 12.04.2011.

12. apr. 2011 : Frú Ragnheiður - Skaðaminnkun í Íslandi í dag.

Verkefni Rauða krossins í Reykjavík, Frú Ragnheiður - Skaðaminnkun, fékk góða umfjöllun í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi, mánudaginn 11. apríl.

11. apr. 2011 : Sjálfboðaliðinn vinnur með hjartanu

„Þær hringsnúast brosandi í kringum viðskiptavininn á þessum fáu fermetrum sem hýsir þessi litlu kaupfélög sem kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands stofnaði fyrst árið 1967 á spítala í Reykjavík. Þær þekkjast á bláum svuntum eða jökkum með rauðum krossi í barminum. Greinin birtist í Morgunblaðinu 10.04.2011.

4. apr. 2011 : GETA PABBAR EKKI GRÁTIÐ

ÁTAKSVIKA HJÁLPARSÍMANS 1717

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 4. – 10. apríl undir yfirskriftinni ,,Geta pabbar ekki grátið“. Á þessum tímum efnahagsþrenginga eru fjárhagsáhyggjur mjög algengar og ófáir upplifa mikinn kvíða vegna þess. Langvarandi fjárhagsáhyggjur leiða auðveldlega til kvíða, streitu og jafnvel þunglyndis sem getur sligað sterkasta fólk. Slíkri vanlíðan er eitthvað sem aldrei má gera lítið úr. Margir hverjir eiga mjög erfitt með að ræða um þetta, jafnvel við sína nánustu og sitja því einir með hugsanir sínar. Það að tala um líðan sína getur verið stórt skref í átt að því að byrja að takast á við vandann.

4. apr. 2011 : Námskeið fyrir Frú Ragnheiði - Skaðaminnkun

Rauði krossinn í Reykjavík heldur sitt annað námskeið í Skaðaminnkun fyrir verkefnið Frú Ragnheiður - Skaðaminnkun
dagana 13. og 16. apríl.
(Dagskrá í DPF)

Tilgangur námskeiðsins er að þjálfa sjálfboðaliða sem vilja taka þátt í skaðaminkunarverkefninu.

Frú Ragnheiður - Skaðaminnkun er verkefni sem hefur þann tilgang ná til jaðarhópa samfélagsins, t.d. útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða, í þeirra nærumhverfi.

Áhugasamir hafi samband við verkefnastjóra á thorgisla(hjá)redcross.is

23. mar. 2011 : Félagsvinir hittast á Kaffi Haiti

Sjálfboðaliðar og þátttakendur í verkefninu Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna gerðu sér glaðan dag í gær og fjölmenntu á Kaffi Haiti. Það voru fjörugar umræður sem spruttu yfir rjúkandi heitu kaffinu og upprúlluðu sykur pönnsurnar runnu vel niður í svanga maga.

Félagsvinir kvenna af erlendum uppruna er verkefni Reykavíkurdeildar Rauða kross Íslands, þar sem konur af erlendum uppruna eru paraðar saman við íslenskar konur. Pörin eru byggð á jafningjagrunni og hittast 1-2 í mánuði. Hvert samband er virkt í 6-9 mánuði. Markmið verkefnisins er að opna dyr samfélagsins fyrir erlendu konunum, rjúfa félagslega einangrun og veita stuðning í daglegu lífi. Einnig veitir verkefnið sjálfboðaliðum nýja sýn á íslenskt samfélag og tækifæri til að kynnast framandi menningu.
 

10. mar. 2011 : Tveggja ára afmæli Rauðakrosshússins í Reykjavík

Rauðakrosshúsið í Reykjavík fagnaði tveggja ára afmæli sínu í byrjun mars. Verkefnið var í upphafi tilraunaverkefni Rauða krossins til sex mánaða og hugsað sem viðbrögð við breyttum aðstæðum í samfélaginu, sér í lagi auknu atvinnuleysi. Opnað var í Borgartúni 25 þann 5. mars 2009, en nú eru Rauðakrosshúsin orðin fimm á landsvísu.

Einkunnarorð Rauðakrosshússins hafa ávallt verið samvinna, stuðningur og sjálfboðið starf. Atvinnuleitendur hafa sérstaklega verið hvattir til að halda sér virkum á meðan atvinnuleit stendur og nýta krafta sína öðrum til gagns í Rauðakrosshúsinu og öðrum verkefnum Rauða krossins.

Frá upphafi hefur verkefnið glímt við svokallað lúxus- vandamál sem lýsir sér í því að atvinnuleitendur sem gerast þar sjálfboðaliðar hafa í kjölfarið fundið vinnu og því er stöðug endurnýjun í hópnum. Þetta er ánægjuleg þróun í Rauðakrosshúsinu og ávallt mikil gleði þegar svo vel gengur.

7. mar. 2011 : Konukoti færður styrkur frá N1

Konukot, athvarfi fyrir heimilislausar konur  var færður styrkur  frá N1.

N1 tók þátt í jólabókasölu sl. ár og keypti  dreifingarrétt á ævisögu Jónínu Ben, eftir  Sölva Tryggvason. Styrkurinn var höfðinglegur og eiga forsvarsmenn N1 og Jónína bestu þakkir skilið fyrir framtakið.

2. mar. 2011 : Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands - 15. mars 2011, kl. 17:00

 

 


Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn þriðjudaginn 15. mars 2011, kl. 17:00 í húsnæði deildarinnar að Laugavegi 120 – 5 . hæð. Gengið inn Rauðarárstígsmegin.

28. feb. 2011 : Skaðaminnkun (Harm Reduction) Rauða krossins í Reykjavík

Gífurleg aukning HIV smita varð meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi á síðasta ári.  Samkvæmt heimildum frá Landlæknisembættinu varð 100% aukning smita í þeim hópi milli áranna 2009 og 2010. Frá 1983 til 2010 hafa alls 42 fíkniefnaneytendur smitast af HIV. Þar af hefur helmingur þeirra smitast frá árinu 2007 eða 21. Sex smituðust árið 2007, fimm árið 2009 og 10 einstaklingar smituðust árið 2010.

Skaðaminnkun (Harm Reduction) sem aðferðafræði við að draga úr heilsufarsskaða þeirra sem eru í vímuefnaneyslu hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu og Bandaríkjunum frá 1980. Í samfélagi þar sem vímuefnanotkun á sé stað hefur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) bent á nauðsyn notkunar gagnreyndra inngripa sem byggjast á skaðaminnkun. Slík inngrip draga úr líkamlegum, félagslegum og efnahagslegum skaða neytenda, fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Alþjóða skaðaminnkunar samtökin (International Harm Reduction Association (IHRA) ) skilgreinir skaðaminnkun sem:

... heildræna nálgun inngripa og aðstoðar sem byggja á lögum og reglugerðum og hafa það í forgrunni að draga úr neikvæðum heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum vímuefna á neytendur, fjölskyldur þeirra og samfélög.

Rauði krossinn í Reykjavík hefur nú tekið í notkun nýtt tæki til að auka og efla þá þjónustu sem hófst með heilsuhýsinu í október 2009. Hefur verkefnið nú fengið til afnota gamlan sjúkrabíl sem hefur verið endurinnréttaður með breytta starfsemi í huga. Bílinn, sem hlotið hefur nafnið Frú Ragnheiður í höfuð eins stofnenda Kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík, gerir sjálfboðaliðum verkefnisins kleyft að staðsetja sig nær markhópnum á fleiri stöðum í borginni. Þar að auki mun þjónustan framvegis vera í boði fjórum sinnum í viku í stað tvisvar sinnum og vaktir verða lengdar verulega.

24. feb. 2011 : Aðalfundur Ungmennadeildar 3. mars

Aðalfundur URKÍ-R fyrir starfsárið 2010 verður haldinn fimmtudaginn 3. mars.
Fundurinn hefst klukkan 17:17 og fer fram í húsnæði Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, Laugavegi 120, 5. Hæð.
 

14. feb. 2011 : "Vertu með" - Bubbi gefur Rauða krossinum í Reykjavík lag

Kynningarvika Rauða krossins í Reykjavík og Bylgjunar er nú í fullum gangi. Átakið miðar að því að kynna sjálfboðin störf og mikilvægi þeirra í samfélaginu. Einnig viljum við hvetja fólk til að „vera með“ og „taka þátt“ í sjálfboðaliðastörfum Rauða krossins.

Bubbi Morthens hefur fært Rauða krossinum í Reykjavík lagið "Vertu með" að gjöf til notkunar í kynningarstarfi  deildarinnar. Fjöldi tónlistarmanna hefur lagst á plóginn með Bubba í að koma laginu í búning og fer Jónas Sigurðsson þar fremstur í flokki og syngur lagið.

Hér má heyra lag Bubba "Vertu með" í flutningi Jónasar.

9. feb. 2011 : Sérútbúinn sjúkrabíll Rauða krossins eykur þjónustu við sprautufíkla

Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur á annað ár starfrækt teymi sem aðstoðar fíkniefnaneytendur og aðra berskjaldaða í þjóðfélaginu. Heilsuhýsi – heilsuvernd á hjólum er verkefnið kallað og flyst á milli staða þar sem auðvelt er að ná til útigangsfólks og fíkla. Nýr, sérútbúinn sjúkrabíll hefur verið tekinn í notkun i þessu skyni og þjónustan aukin með því að fjölga vöktum og lengja viðverutíma.  

Um 70 manns hafa leitað til teymisins í 190 skipti, langoftast vegna sprautuskipta. Á síðasta ári greindust 24 með HIV smit á landinu en fjölgunin er mest hjá sprautufíklum.

27. jan. 2011 : Kjör stjórnar á aðalfundi 2011

Auglýst er eftir framboðum eða tilnefningum til stjórnarstarfa í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.

 

Á næsta aðalfundi R-RKÍ sem haldinn verður þann 15. mars nk. kl 17:00 er kjör nýrra stjórnarmanna á dagskrá. Kosið verður um sæti formanns,  tvö sæti aðalmanna til tveggja ára og tvö sæti varamanna til eins árs.

Sjálfboðaliðar og aðrir félagsmenn R-RKÍ eru hvattir til að bjóða sig fram, hafi þeir áhuga á að stjórnarsetu. Einnig eru sjálfboðaliðar og aðrir félagsmenn beðnir um að tilnefna aðra aðila sem þeir telja frambærilega til setu í stjórn R-RKÍ og mun kjörnefnd hafa samband við þá aðila. Æskilegt er að í tilnefningum komi fram ástæður þess að viðkomandi er tilnefndur.

24. jan. 2011 : Vertu sjálfboðaliði og gefðu gæðastundir

Gefðu þér tíma til góðra verka

Rauði krossinn er með fjölmörg ólík verkefni fyrir sjálfboðaliða um allt land og á höfuðborgarsvæðinu eru þau flest.

20. jan. 2011 : Hjálparsími Rauða krossins 1717 óskar eftir sjálfboðaliðum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 mun bæta við nýjum sjálfboðaliðum í febrúar. Verið er að taka á móti umsóknum um þessar mundir og eru áhugasamir einstaklingar sem vilja leggja þessu þarfa verkefni lið hvattir til að senda inn umsókn. Þeir sjálfboðaliðar sem taka til starfa hjá Hjálparsímanum þurfa að sitja námskeið og fara í þjálfun áður en þeir hefja störf. Að þessu sinni verða teknir inn að hámarki 18 sjálfboðaliðar. Athugið að aldurstakmark sjálfboðaliða Hjálparsímans 1717 er 23 ára.

29. des. 2010 : Hjálparsíminn fær fleiri erfið símtöl

Hjálparsíminn fékk 353 símtöl um þessi jól. Rólegra yfir jólin, en eftir áramótin blasir kaldur veruleikinn við mörgum. Símtölum í desember fjölgaði en fækkun varð á árinu miðað við 2009. Greinin birtist í Morgunblaðinu 28.12.2010.

26. des. 2010 : Sjálboðaliðar óskast sem stuðningsfjölskyldur flóttamanna

Þann 10. desember síðastliðin komu til landsins tvær flóttafjölskyldur frá Kólumbíu í boði ríkisstjórnar Íslands, en fjölskyldurnar hafa nú sest að í Reykjavík.

Reykjavíkurdeild Rauða krossins óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna stuðningsfjölskylduhlutverki við flóttamannafjölskyldurnar.

Áhugsamir hafi samband við:

Karen H. Theodórsdóttir, [email protected]
Sími 545-0404

eða

Jeimmy Andrea, [email protected]

24. des. 2010 : Hlýja í Konukoti

Ungar konur söfnuðu hjá fyrirtækjum og einstaklingum með góðum árangri handa heimilislausum konum. Greinin birtist í Morgunblaðinu 24.12.2010.

22. des. 2010 : Ómetanlegt framlag sjálfboðaliða

Úthlutun úr jólaaðstoð Rauða krossins í Reykjavík, í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn, er í fullum gangi.  Milli fjögur og fimm þúsund fjölskyldur leita sér aðstoðar að þessu sinni. Til að gera þetta kleift kemur fjöldi sjálfboðaliða frá öllum þessum samtökum til aðstoðar.

Meðal þeirra fjölmörgu sem gengu til liðs við Rauða krossinn er ungt fólk á vegum SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna. SEEDS eru íslensk samtök sem taka á móti erlendum ungmennum  og senda íslendinga í verkefni erlendis. Markmiðið er að efla skilning á mismunandi menningarheimum.

20. des. 2010 : Falleg merkspjöld á alla jólapakka

Sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands er margt til lista lagt. Patra Tawatpol, sem er grafískurhönnuður útbjó falleg kort til að setja á gjafir og gaf deildinni.

Hvert kort er handunnið og fallega skreytt. Allur ágóði rennur til hjálparstarfs Reykjavíkurdeildar Raða kross Íslands. Hægt er að nálgast kortin í verslun Kvennadeildar Rauða kross Íslands í Landspítalanum við Hringbraut. Kostar hvert kort 200.- krónur.

16. des. 2010 : Viltu bregðast við í neyð?

Viðbragðshópur Höfuðborgarsvæðis getur bætt við sig fleiri sjálfboðaliðum. Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingar húsa og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna.

Hópfélagar taka bakvaktir eina viku í senn. Þeir taka námskeið áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefnd höfuðborgarsvæðis sem velur einstaklinga í hópinn. Sjálfboðaliðar þurfa að vera búnir að ná 23 ára aldri.

Næsta námskeið fyrir verðandi félaga í viðbragðshóp er fyrirhugað um miðjan febrúar og inntökuviðtöl hefjast síðustu viku í janúar.