Sorpa styrkir ferðasjóði athvarfa Rauða krossins
![]() |
Fulltrúar Sorpu, Dvalar, Lækjar og Vinjar við afhendingu jólakortastyrksins. |
Markmið athvarfanna er m.a. að auka lífsgæði geðsjúkra, að rjúfa félagslega einangrun, að draga úr fordómum og að efla þekkingu sem flestra á málefnum geðsjúkra.
Í öllum athvörfunum er safnað peningum í sérstaka ferðasjóði sem nýttir eru til ferðalaga gesta athvarfanna innanlands sem utan. Styrkur Sorpu rennur í ferðasjóði athvarfanna og fékk hvert athvarf 70.000 kr. að gjöf.
Laut fagnaði 5 ára afmæli
![]() |
Úlfar Hauksson formaður Rauða kross Íslands færði afmælisbarninu kveðju Rauða krossins. |
Eins og gjarnan er gert á slíkum tímamótum voru rifjaðar upp minningar frá þessum fyrstu árum, árangur í starfi og afmælisbarninu óskað áframhaldandi velfarnaðar.
Samhliða þessu var boðið upp á handverkssýningu í Laut, þar sem til sýnis voru ýmsir munir gerðir af gestum Lautarinnar.