13. okt. 2006 : Gaman saman

18. ágú. 2006 : Skemmtileg dagsferð gesta í Dvöl

Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, fóru í dagsferð 18. júlí um svæði á Reykjanesi og Suðurlandi. Sautján þátttakendur mættu í Dvöl að morgni dags í blíðskaparveðri. Keyrt var um Hafnarfjörð að Kleifarvatni og til Krýsuvíkur. Hópurinn skoðaði jarðhitasvæðið í Krýsuvík og því næst Krýsuvíkurkirkju.

17. júl. 2006 : Dvöl hlýtur milljón króna í styrk frá Bónus

Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, tekur við styrknum úr hendi Jóhannesar Jónssonar kaupmanns. Á milli þeirra eru Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.
Á þjóðhátíðardaginn fékk Dvöl, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, afhentan styrk frá Bónus að upphæð ein milljón króna. Féð mun renna í ferða- og tómstundasjóð gesta Dvalar og mun þannig nýtast til að rjúfa félagslega einangrun þeirra.

Jóhannes Jónsson kaupmaður afhenti Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, styrkinn við opnun nýrrar verslunar Bónus í Ögurhvarfi í Kópavogi að viðstöddum nokkrum gestum Dvalar og fjölmörgum viðskiptavinum verslunarinnar.

 ?Þetta er höfðingleg gjöf og ánægjuleg viðurkenning á því starfi sem fram fer í Dvöl.

27. jún. 2006 : Vel heppnuð ferð til Berlínar

Ferðalangarnir frá Læk staddir við Berlínarmúrinn.
Frá stofnun Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, hafa gestir starfrækt ferðafélagið Sólarsýn. Markmið félagsins er að standa fyrir ferðum jafnt innanlands sem utan. Í maí stóð félagið fyrir annari utanlandsferð sinni þegar 14 manna hópur flaug til Berlínar.

Ferðin var farin þann 25. maí og stóð í 6 daga. Það er mál manna að einkar vel hafi tekist til og eru ferðalangar mjög ánægðir með ferðina. Berlín er um margt spennandi borg og ekki skortur á athyglisverðum stöðum til að kynna sér. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt og meðal þeirra staða sem skoðaðir voru má nefna glæsilegan dýragarð í miðborg Berlínar, leifar Berlínarmúrsins, Brandenborgarhliðið og fleira.

13. jún. 2006 : Dvalargestir í Króatíu

Hópurinn fyrir framan gistiheimilið.
Mig langar í nokkrum orðum að segja frá ferð Dvalarhópsins til Króatíu, um leið og ég vil fyrir hönd hópsins þakka öllum sem komu nálægt því að gera þessa ferð mögulega.

Undirbúningur og skipulagning fyrir ferðina var í höndum starfsfólks Dvalar, svo og leiðir til að ná kostnaðinum niður.

Dvalið var í eina viku á hóteli við Adríahafið í 25-29ºC hita í sól og logni. Við fórum 12 saman frá Dvöl aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. og tók ferðin um 11 klukkustundir, þar til komið var á áfangastað.

12. apr. 2006 : Er geðröskun í fjölskyldunni?

Vin, Hverfisgötu 47, er eitt af fjórum athvörfum fyrir geðfatlaða sem Rauði krossinn rekur.
Tvö námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál

Rauði kross Íslands heldur tvö námskeið um málefni geðfatlaðra ætlað aðstandendum og áhugafólki í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) nú strax eftir páska. Hið fyrra verður 19. og 20. apríl en hið síðara 21. og 22. apríl. 

Þegar hafa verið haldin átta námskeið af þessari gerð á landsbyggðinni. Þátttaka hefur alls staðar verið mjög góð og hafa um 400 manns sótt námskeiðin. Námskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru síðasti áfanginn í þessu verkefni Rauða krossins sem lýtur sérstaklega að stuðningi við aðstandendur þeirra sem eiga við geðraskanir að stríða.

Stuðningur við geðfatlaða hefur verið eitt af áhersluverkefnum Rauða krossins frá árinu 2000.

17. feb. 2006 : Fatamarkaður til styrktar ferðalöngum í Dvöl

Gestir í Dvöl munu selja hluta af hannyrðum sínum á fatamarkaðnum.
Gestir í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, halda fatamarkað laugardaginn 18. febrúar kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins Hamraborg 11, 2. hæð. Seld verða notuð föt á vægu verði, allt á 300 kr. eða 500 kr. Ýmsar hannyrðir og málverk eftir gesti Dvalar verða einnig til sölu. Kaffi á könnunni.

Allur ágóði af markaðnum rennur í ferðasjóð Dvalar en gestirnir eru að safna fyrir ferðalagi til Króatíu í sumar. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.

10. feb. 2006 : Kannanir og rannsóknir á málefnum geðfatlaðra

Nýlega voru birtar tvær skýrslur um hagi geðfatlaðra á Íslandi.

7. feb. 2006 : Gefandi fræðsla um geðheilbrigðismál

Salbjörg Bjarnadóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir. Arndís Ósk Jónsdóttir, Njörður Helgason, Birgir Ásgeirsson og Margrét Ómarsdóttir.
Ljósmynd: Sunnlenska fréttablaðið
?Þetta var mjög skemmtilegt, fræðandi og gefandi námskeið,? sagði einn þátttakandinn á námskeiði fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál sem haldið var á Selfossi um helgina.

Að námskeiðinu stóðu Rauði kross Íslands, Geðhjálp og Landlæknisembættið. Fulltrúar aðilanna héldu fyrirlestra og voru með innlegg sem snertu hinar ýmsu hliðar geðheilbrigðismála eins og geðraskanir, meðvirknissorg, áföll og úrvinnslu, sjálfsvígsferli og lífshjólið. Þá var Margrét Ómarsdóttir með innlegg aðstandanda.

26. jan. 2006 : Geðfatlaðir vilja sjálfir hafa áhrif á úrræði sér til handa

Páll Biering, Arndís Ósk Jónsdóttir og Guðbjörg Daníelsdóttir sem unnu rannsóknina ásamt Kristjáni Sturlusyni framkvæmdastjóra Rauða kross Íslands og Sveini Magnússyni framkvæmdastjóra Geðhjálpar kynntu niðurstöðurnar á fréttamannafundinum.

Áhyggjuefni er hversu lítið tillit er tekið til skoðana geðsjúkra og fjölskyldna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skýr skilaboð eru frá notendum um að brýnast sé að efla stuðning og meðferðir fyrir einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Rauði kross Íslands og Geðhjálp stóðu að um þarfir geðsjúkra og reynslu þeirra af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Á fréttamannafundi sem haldinn var í dag kynntu fulltrúar Rauða kross Íslands og Geðhjálpar niðurstöður skýrslunnar, ásamt dr. Páli Biering, Guðbjörgu Daníelsdóttur og Arndísi Ósk Jónsdóttur, sem unnu rannsóknina.

19. jan. 2006 : Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma

Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari.
Um 100 manns sótti námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðsjúkdóma sem  haldið var í Brekkuskóla á Akureyri dagana 13. og 14. janúar. Þetta er fimmta námskeiðið af þessum toga sem Rauði krossinn hefur haldið. Áður hafa verið námskeið á Egilsstöðum, Ísafirði í Borgarnesi og á Sauðárkróki.

Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið  verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.

Fjallað var um  geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.