Geðfatlaðir vilja sjálfir hafa áhrif á úrræði sér til handa
Áhyggjuefni er hversu lítið tillit er tekið til skoðana geðsjúkra og fjölskyldna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skýr skilaboð eru frá notendum um að brýnast sé að efla stuðning og meðferðir fyrir einstaklinga. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Rauði kross Íslands og Geðhjálp stóðu að um þarfir geðsjúkra og reynslu þeirra af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Á fréttamannafundi sem haldinn var í dag kynntu fulltrúar Rauða kross Íslands og Geðhjálpar niðurstöður skýrslunnar, ásamt dr. Páli Biering, Guðbjörgu Daníelsdóttur og Arndísi Ósk Jónsdóttur, sem unnu rannsóknina.
Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma
![]() |
Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari. |
Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.
Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.
Fjallað var um geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.