Fatamarkaður til styrktar ferðalöngum í Dvöl
![]() |
Gestir í Dvöl munu selja hluta af hannyrðum sínum á fatamarkaðnum. |
Allur ágóði af markaðnum rennur í ferðasjóð Dvalar en gestirnir eru að safna fyrir ferðalagi til Króatíu í sumar. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.
Kannanir og rannsóknir á málefnum geðfatlaðra
Gefandi fræðsla um geðheilbrigðismál
![]() |
Salbjörg Bjarnadóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir. Arndís Ósk Jónsdóttir, Njörður Helgason, Birgir Ásgeirsson og Margrét Ómarsdóttir.
Ljósmynd: Sunnlenska fréttablaðið |
Að námskeiðinu stóðu Rauði kross Íslands, Geðhjálp og Landlæknisembættið. Fulltrúar aðilanna héldu fyrirlestra og voru með innlegg sem snertu hinar ýmsu hliðar geðheilbrigðismála eins og geðraskanir, meðvirknissorg, áföll og úrvinnslu, sjálfsvígsferli og lífshjólið. Þá var Margrét Ómarsdóttir með innlegg aðstandanda.