Vel heppnuð ferð til Berlínar
![]() |
Ferðalangarnir frá Læk staddir við Berlínarmúrinn. |
Ferðin var farin þann 25. maí og stóð í 6 daga. Það er mál manna að einkar vel hafi tekist til og eru ferðalangar mjög ánægðir með ferðina. Berlín er um margt spennandi borg og ekki skortur á athyglisverðum stöðum til að kynna sér. Dagskrá ferðarinnar var fjölbreytt og meðal þeirra staða sem skoðaðir voru má nefna glæsilegan dýragarð í miðborg Berlínar, leifar Berlínarmúrsins, Brandenborgarhliðið og fleira.
Dvalargestir í Króatíu
![]() |
Hópurinn fyrir framan gistiheimilið. |
Undirbúningur og skipulagning fyrir ferðina var í höndum starfsfólks Dvalar, svo og leiðir til að ná kostnaðinum niður.
Dvalið var í eina viku á hóteli við Adríahafið í 25-29ºC hita í sól og logni. Við fórum 12 saman frá Dvöl aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. og tók ferðin um 11 klukkustundir, þar til komið var á áfangastað.