Námskeið um geðheilbrigðismál á Húsavík
Væntanleg opnun geðræktarmiðstöðvar
Í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins, í gær, var haldin hátíð í Kompunni þar sem opnuð verður geðræktarmiðstöð innan tíðar. Fullt var út úr dyrum og bauð Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins uppá veitingar.
Jón Knútur Ásmundsson verkefnastjóri hjá Saust, svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, sagði frá starfsemi Kompunnar en búið er að ráða starfsmann í hlutastarf. Áætlað er að Geðhjálp verði með símatíma og tveir sjálfshjálparhópar verða með fund einu sinni í viku (einn fyrir notendur og annar fyrir aðstandendur geðfatlaðra).
Námskeið í geðheilbrigðismálum á Norðfirði
Um 35 manns sóttu námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðheilbrigðismál sem haldið var í Egilsbúð á Neskaupstað um helgina. Er þetta 15. námskeiðið sem Rauði krossinn hefur haldið af þessum toga og það þriðja á Austurlandi. Þátttakendur komu frá Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Norðfirði.
Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða fólk um málefni geðfatlaðra og setja á fót sjálfshjálparhópa. Í lokin voru þrír hópar stofnaðir, tveir á Norðfirði, annar fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir og hinn fyrir aðstandendur geðfatlaðra og á Egilsstöðum var stofnaður hópur aðstandenda geðfatlaðra. Í undirbúningi er að stofna sjálfshjálparhóp á Eskifirði fyrir foreldra barna með geð- og hegðunarraskanir sem mun sinna fólki frá Reyðarfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði.
Skemmtun í Perlunni í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins
Skákfélag Vinjar hélt hraðskákmót í samvinnu við Hrókinn. Guðfríður Lilja Grétardóttir forseti Skáksambands Íslands flutti stutt ávarp og setti mótið formlega. Heiðar Ingi Svansson, markaðsstjóri Forlagsins, sem gaf glæsilega bókavinninga á mótið, lék svo fyrsta leikinn á mótinu. Gunnar Freyr Rúnarsson sigraði og lagði alla sína