Styrkjum geðheilsu barna!
Starfsdagur athvarfa Rauða krossins
Sameiginlegir vinnudagar starfsfólks athvarfa Rauða krossins voru haldnir á landsskrifstofunni að Efstaleiti 9. Reykjavík 1. og 2. nóvember síðastliðinn. Alls voru 33 þátttakendur. Á dagskránni voru fyrirlestrar, umræður og hópastarf.
Kynnt var starfsemi athvarfanna um allt land og greint frá nýjungum sem í gangi eru á hverjum stað en auk þess fjallað um helstu markmið með rekstri athvarfanna og hugmyndafræðinni sem þau byggja á.