Jólamót Hróksins haldið í hátíðarsal Kleppsspítala
Hrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót á Kleppsspítala á mánudaginn. Ákveðið var að stöðva sigurgöngu deildar 12 sem hefur hneppt bikarinn undanfarin ár og skyldi öllu til tjaldað. Tvær deildir, 32C og 36, sendu harðsnúnar sveitir á vettvang en auk þeirra tóku þátt skáksveitir Vinjar, athvarfs Rauða krossins og Bergiðjunnar. Þrír voru í liði og að hámarki einn starfsmaður innanborðs. Róbert Lagerman var skákstjóri og á hann reyndi því svo mikill hiti var í mönnum á tímabili.
Björn Þorlákur Björnsson, fjármálastjóri hins nýstofnaðs bókaforlags Skugga lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Agnarssonar og Erlings Þorsteinssonar. Þrjú efstu liðin fengu einmitt glænýjar bækur frá útgáfunni í verðlaun.
Þú gefur styrk
Með því að fara inn á heimasíðuna www.spar.is er hægt að leggja málefninu lið. Ef þú ert viðskiptavinur leggur Sparisjóðurinn 1.000 krónur í söfnunina en til viðbótar getur viðskiptavinurinn lagt fram sinn hlut, en allir geta gefið styrk.