Gunnar Freyr tók jólabikarinn í Vin
Fimmtán þátttakendur skráðu sig á jólamót Vinjar, sem Skákfélag Vinjar og Hrókurinn héldu á mánudaginn. Tefldar voru sex umferðir, sjö mínútur á mann og barist var um glæsilegan bikar sem Hrókurinn gaf.
Róbert Harðarson sem var skákstjóri hafði flesta vinninga eða fimm og hálfan, vann allar sínar skákir nema við Björn Sölva Sigurjónsson. En Róbert var gestur á mótinu og fékk engan bikar.
Gunnar Freyr Rúnarsson fékk fjóra og hálfan vinning og hampaði bikarnum. Með fjóra vinninga voru Björn Sölvi, Pétur Atli Lárusson og Rafn Jónsson. Guðmundur Valdimar Guðmundsson og Arnljótur Sigurðsson voru með þrjá og hálfan og aðrir minna.
Gjöf á móti
Fjórtán manns mættu á Vetrarmót Skákfélags Vinjar og Hróksins á mánudaginn.
Vinnudagar starfsmanna í athvörfum Rauða krossins
Starfsmenn athvarfa fyrir fólk með geðraskanir og Konukots komu saman á tveggja daga fundi til að ræða sameiginleg mál og nýjungar í starfseminni.
Skákfélag Vinjar á Íslandsmóti skákfélaga
Um helgina var haldið íslandsmót skákfélaga þar sem ríflega 400 manns sátu að tafli föstudagskvöld, meira og minna allan laugardaginn og fram eftir degi á sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarar hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt, alþjóðlegir meistarar og Fide meistarar auk áhugamanna með mismikla kunnáttu og reynslu.
Skákfélag Vinjar, sem einmitt er starfrækt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í Reykjavík, sendi lið til keppni í fjórðu deild, en félagið gekk formlega í skáksamband Íslands fyrr á árinu.
Fjölmenni í 5 ára afmæli Lækjar
Það var fjölmenni sem mætti í afmælisveislu Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, í gær. Lækur fagnaði þar 5 ára afmæli og bauð til veislu í sal Rauða krossins í Hafnarfirði. Gestir voru í kringum sjötíu og ríkti sannkölluð afmælisstemning.
Þórdís Guðjónsdóttir forstöðumaður Lækjar ávarpaði gesti og greindi frá góðum árangri af starfi Lækjar, einn af gestum Lækjar sagði frá sinni reynslu og boðið var uppá ljúfan djass í flutningi þeirra Margrétar Sigurðardóttur söngkonu og Gunnars Hrafnsson kontrabassaleikara. Eins og í góðum afmælum var svo að sjálfsögðu boðið uppá kaffi og kökur.
Lækur 5 ára
Í DAG er haldið upp á það að liðin eru fimm ár síðan Lækur, athvarf fyrir þá sem átt hafa við geðraskanir að stríða, hóf starfsemi sína.
Sterkir skákmenn í tvöföldu afmælismóti skákfélags Vinjar
Hörku sumarmót hjá Skákfélagi Vinjar – og skákstjórinn hafði það...
Ellefu þátttakendur voru skráðir til leiks og var létt yfir fólki þó baráttan væri svo sannarlega til staðar. Að loknum öllum sex umferðunum var ljóst að skákstjórinn sjálfur Robert Lagerman, stóð uppi sem sigurvegari með fimm og hálfan vinning. Forsetinn Björn kom næstur með fimm vinninga og þar á eftir Ingi Tandri Traustason og Gunnar Freyr Rúnarsson með fjóra og hálfan. Björn Sölvi Sigurjónsson sem gerði jafntefli við sigurvegarann var svo með fjóra vinninga og aðrir minna.
Eins og stórt heimili
Lækur opnar á laugardögum
Geðheilbrigði til umfjöllunar á Ísafirði
Í síðustu viku var haldinn fræðslufundur á Ísafirði og sóttu hann rúmlega 30 manns. Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs Rauða krossins greindi frá aðdraganda og markmiðum með fræðslunni og Einar Guðmundsson geðlæknir fór yfir þau atriði sem skipta máli í starfi og virkni hópastarfs til þess að sjálfshjálparhópar eflist og dafni. Leitast var við að fá viðbrögð gesta og reynslusögur þeirra sem starfað hafa í sjálfshjálparhópum. Margrét Ómarsdóttir formaður Barnageðs og Eggert S. Sigurðsson frá Geðhjálp tóku þátt í umræðum og svöruðu fyrirspurnum.
Vin í 15 ár
Rauði krossinn fékk 2,5 milljónir frá Sparisjóðnum til sjálfboðaliðaverkefnis sem eflir geðheilsu ungs fólks
Í gær afhenti Sparisjóðurinn átta félögum, sem láta sig geðheilsu ungs fólks varða, styrk að fjárhæð 21 milljónum króna. Rauði krossinn fékk rúmlega 2,5 milljónir í sinn hlut. Fjárhæðin kom úr styrktarátaki Sparisjóðsins fyrir börn og unglinga með geðraskanir, Þú gefur styrk, sem hófst þann 8. nóvember og lauk á aðfangadag.
Rauði krossinn mun verja styrknum í verkefnið Félagsvinur barna og unglinga sem er sjálfboðaliðaverkefni til stuðnings börnum og unglingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða til stuðnings börnum sem eiga foreldri/foreldra með geðröskun. Félagsvinurinn (mentor) veitir stuðning samtímis meðferð (einstaklings-eða fjölskyldumeðferð) til þessara barna og unglinga með því að mynda traust, jákvætt og gefandi vináttusamband.