20. okt. 2008 : Vinnudagar starfsmanna í athvörfum Rauða krossins

Starfsmenn athvarfa fyrir fólk með geðraskanir og Konukots komu saman á tveggja daga fundi til að ræða sameiginleg mál og nýjungar í starfseminni.

16. okt. 2008 : Skákfélag Vinjar á Íslandsmóti skákfélaga

Um helgina var haldið íslandsmót skákfélaga þar sem ríflega 400 manns sátu að tafli föstudagskvöld, meira og minna allan laugardaginn og fram eftir degi á sunnudag í Rimaskóla. Stórmeistarar hvaðanæva að úr heiminum tóku þátt, alþjóðlegir meistarar og Fide meistarar auk áhugamanna með mismikla kunnáttu og reynslu.

Skákfélag Vinjar, sem einmitt er starfrækt í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir í Reykjavík, sendi lið til keppni í fjórðu deild, en félagið gekk formlega í skáksamband Íslands fyrr á árinu.