25. sep. 2009 : Félagsvinur barna og unglinga

Félagsvinur barna og unglinga er verkefni til stuðnings börnum og unglingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða eiga foreldri/foreldra með geðraskanir.

Rauði krossinn hóf verkefnið á síðasta skólaári og er stefnt er að því að halda verkefninu áfram á þessu ári. Sjálfboðaliðar til þessa eru nemendur úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og hitta þeir börnin einu sinni í viku í a.m.k. tvær klst. í senn. Börnin voru kvödd formlega með skemmtilegum hóphittingi í lok verkefnis síðasta vor með samveru og grillmat í Húsdýragarðinum.

22. sep. 2009 : Ómar sigraði á afmælismóti forsetans

Fimmtán þátttakendur voru skráðir til leiks á afmælismóti til heiðurs forseta Skáksambandsins, Gunnari Björnssyni, sem haldið var í Vin, á mánudaginn, strax uppúr hádegi.