Starfsemi Lækjar tryggð árið 2010

1. feb. 2010

Eitt að síðustu verkefnum Hafnarfjarðardeildar árið 2009 var að undirrita samning um rekstur Lækjar, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir, fyrir árið 2010.

Lækur er rekinn sem samstarfsverkefni Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins, Hafnarfjarðarbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi, en athvarfið var opnað árið 2003.

Samningurinn sem nú var gerður er til eins árs. Ástæða þess að samið er til skamms tíma í þetta skiptið er að áætlað er að málefni fatlaðra flytjist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Starfsemi Lækjar hefur því verið tryggð fyrir árið 2010 en gera má ráð fyrir að sest verði að nýju að samningaborðinu næsta haust .

Í Læk er unnið að því að efla og styrkja gesti. Boðið er uppá fjölbreytta dagskrá alla daga og heitan mat í hádeginu gegn vægu gjaldi. Lækur er opinn alla virka daga frá 10-16 og allar nánari upplýsingar um starfsemina má fá í síma 566-8600.