Gestir Dvalar heimækja Hvanneyri

29. jún. 2011

Gestir Dvalar og starfsmenn lögðu á dögunum land undir fót og var ferðinni heitið til  Hvanneyrar. Þátttakan var mjög góð og hópurinn söng á leiðinni ásamt því að njóta leiðsagnar um það sem fyrir augu bar. Það var tekið vel á móti hópnum á Hvanneyri og hann fékk fræðslu um traktora og önnur gömul tæki auk þess að skoða kirkjuna á staðnum. Þá var einnig komið við í Ullarsetrinu þar sem hópurinn kynnti sér garn og prjónavörur.

Á heimleiðinni var svo keyptur ís fyrir alla og það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið viðburðaríkur og ánægjulegur. Einn gestanna spurði hvort ekki væri boðið upp á hvíld að loknu ferðalaginu en allir komu þreyttir en sælir í bæinn.

Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn rekur í Kópavogi. Gestir koma í athvarfið á eigin forsendum og njóta þeirrar þjónustu sem í boði er. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og virkni gestanna. Dvöl er staðsett í Reynihvammi 43, sjá nánar hér.