Athvörf fyrir geðfatlaða

23. maí 2004

Rauði kross Íslands rekur þrjú athvörf fyrir geðfatlaða. Þessum athvörfum er ætlað að veita þeim sem eiga við geðfötlun að stríða athvarf þar sem þeir geta komið og t.d. fengið sér heitan mat, lesið, málað, farið í gönguferðir o.s.frv.

Vin er athvarf fyrir geðfatlaða sem Rauði kross Íslands hefur opið mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 til 16:00, fimmtudaga frá kl. 9:00 til 20:00 og yfir vetrarmánuðina, sunnudaga frá kl. 14:00-17:00.

Vin er fyrir þá sem hafa útskrifast af geðdeild og finna ef til vill til einmanaleika, langar að hafa eitthvað fyrir stafni, sinna áhugamálum sínum eða bara komast í góðan félagsskap.

Svipuð starfsemi er í Laut á Akureyri, Læk í Hafnarfirði og í Dvöl, sem Kópavogsdeild Rauða krossins, Kópavogsbær og Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi standa að. Starfið í Dvöl miðar meðal annars að því að efla sjálfstæði og virkni gesta. Í húsinu er góð aðstaða og í nágrenninu eru fallegar gönguleiðir. Dvöl er opin frá kl. 9:00 til 16:00 alla virka daga.

Hafið samband til að fá nánari upplýsingar:

Vin, Hverfisgötu 47, sími 561-2612, netfang vin@redcross.is 

Dvöl, Reynihvammi 43, sími 554-1260, netfang dvol@redcross.is

Laut, Þingvallastræti 32, Akureyri, sími 462-6632, netfang laut@simnet.is

Lækur, Hörðuvöllum 1, Hafnarfirði, simi 566 8600, netfang laekur@redcross.is