Sigríður Klingenberg kitlaði hláturtaugarnar í Læk

13. apr. 2012

Hin líflega Sigríður Klingenberg heimsótti Læk, athvarf fyrir fólk með geðraskanir, á dögunum. Þar hélt hún fyrirlestur um hvernig allir geta haft áhrif á bætta líðan sína og heilsu.

Fræðslan var sett fram á þann hátt sem Sigríði einni er lagið og var mikið hlegið þó svo að umfjöllunarefnið væri í raun grafalvarlegt. Sigríður gaf frá sér gleði og kærleika á sinn einstaka hátt og færði Læk að gjöf bæði spil og geisladisk sem allir gestir geta notið. Þá fengu allir viðstaddir kærleikssteina að gjöf.

Í Læk er alltaf lögð áhersla á að finna góðar leiðir til að bæta líðan sína og vinna að heilsueflingu. Fyrirlestur Sigríðar Klingenberg hitti því beint í mark í þeirri línu sem mörkuð hefur verið í Læk.

Lækur er að Hörðuvöllum 1 og þar er opið alla virka daga frá 10-16.