Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag

10. okt. 2012

Í dag 10. október er alþjóða geðheilbriðgisdagurinn. Að því tilefni var opið hús í Læk, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, í gær þriðjudag.

Gestum og gangandi var boðið að kynna sér starfsemi Lækjar en athvarfið hefur verið starfrækt í 9. ár. Athvarfið er samstarfsverkefni Rauða krossins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar. Markmið starfseminnar er að bæta lífsgæði fólks sem átt hefur við geðraskanir að stríða og  draga úr félagslegri einangrun og stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu. Fjölda gesta bar að garði í gær og er þeim þökkuð heimsóknin og áhuginn á starfsemi athvarfsins.

Lækur er opinn frá 10.00 – 16.00 alla virka daga og getur fólk komið að eigin vild á þessum tíma. Allar nánari upplýsingar um starfsemi Lækjar má fá í síma 566-8600.