Dvalargestir í Króatíu

Glódísi Karin, gest í Dvöl.

13. jún. 2006

Hópurinn fyrir framan gistiheimilið.
Mig langar í nokkrum orðum að segja frá ferð Dvalarhópsins til Króatíu, um leið og ég vil fyrir hönd hópsins þakka öllum sem komu nálægt því að gera þessa ferð mögulega.

Undirbúningur og skipulagning fyrir ferðina var í höndum starfsfólks Dvalar, svo og leiðir til að ná kostnaðinum niður.

Dvalið var í eina viku á hóteli við Adríahafið í 25-29ºC hita í sól og logni. Við fórum 12 saman frá Dvöl aðfaranótt miðvikudagsins 17. maí sl. og tók ferðin um 11 klukkustundir, þar til komið var á áfangastað.

Á leiðinni frá Pore? að gistiheimilinu.
Farið var í gönguferðir um nágrennið og nálægur bær var heimsóttur, þar sem ýmsar merktar byggingar voru skoðaðar. Fólk naut sín vel, ýmist í hópnum eða einir sér, því þarna var gott að vera. Gróðursæld var mikil og hægt var að hlusta á fuglasönginn á morgnana, um leið og hugleitt var eða farið í göngutúr.

þeir aðilar sem styrktu okkur til fararinnar eru: Sorpa, Sjóvá, Sparisjóður Kópavogs, Actavis og Kópavogsdeild Rauða kross Íslands og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.