Mikil aðsókn að námskeiði um geðsjúkdóma

Guðnýju Björnsdóttur

19. jan. 2006

Helga G. Halldórsdóttir frá Rauða krossinum var námskeiðsstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir fyrirlesari.
Um 100 manns sótti námskeið fyrir aðstandendur og áhugafólk um geðsjúkdóma sem  haldið var í Brekkuskóla á Akureyri dagana 13. og 14. janúar. Þetta er fimmta námskeiðið af þessum toga sem Rauði krossinn hefur haldið. Áður hafa verið námskeið á Egilsstöðum, Ísafirði í Borgarnesi og á Sauðárkróki.

Meginmarkmið námskeiðsins er að fræða um málefni geðfatlaðra og auðvelda fólki að mynda sjálfshjálparhópa.

Á námskeiðinu voru lögð drög að myndun slíkra sjálfshjálpar- og stuðningshópa. Næsta námskeið  verður haldið á Selfossi dagana 3. og 4. febrúar.

Fjallað var um  geðsjúkdóma, meðferðarúrræði, meðvirkni, sjálfsvirðingu og sjálfsstyrkingu, mikilvægi andlegrar og líkamlegrar heilsuræktar og farið yfir sorgarviðbrögð, áföll og úrvinnslu. Einnig var hópavinna og umræður.

Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins önnuðust undirbúningsvinnu fyrir námskeiðið en fyrirlesarar voru sr. Vigfús Bjarni Albertsson, Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri í ?þjóð gegn þunglyndi ? hjá Landlæknisembættinu, Guðbjörg Sveinsdóttir forstöðumaður Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða á Hverfisgötunni í Reykjavík, Margrét Ómarsdóttir foreldri barns með geðröskun og Arndís Ósk Jónsdóttir verkefnisstjóri frá Geðhjálp