Þú gefur styrk

3. des. 2007

Í gangi er söfnun Sparisjóðsins til styrktar geðheilsu barna og unglinga undir yfirskriftinni „Þú gefur styrk". Rauði krossinn er eitt þeirra félaga sem nýtur styrks úr söfnuninni.
 
Með því að fara inn á heimasíðuna www.spar.is
 er hægt að leggja málefninu lið. Ef þú ert viðskiptavinur leggur Sparisjóðurinn 1.000 krónur í söfnunina en til viðbótar getur viðskiptavinurinn lagt fram sinn hlut, en allir geta gefið styrk.
 
Verkefni Rauða krossins sem sparisjóðurinn styrkir að þessu sinni er „Félagsvinur barna og unglinga”. Er það sjálfboðaliðaverkefni til stuðnings börnum og unglingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða til stuðnings börnum sem eiga foreldri/foreldra með geðröskun. Félagsvinurinn (mentor) veitir stuðning samtímis meðferð (einstaklings- eða fjölskyldumeðferð) til þessara barna og unglinga með því að mynda traust, jákvætt og gefandi vináttusamband.

Sambærileg söfnun var fyrir jólin í fyrra og þá komu þrjár milljónir í hlut Rauða krossins en það fjármagn var notað í verkefnið: Námskeið fyrir aðstandendur fólks með geðraskanir og áhugafólk um geðheilrigðismál.