Vinnudagar starfsmanna í athvörfum Rauða krossins

20. okt. 2008

Starfsmenn athvarfa fyrir fólk með geðraskanir og Konukots komu saman á tveggja daga fundi til að ræða sameiginleg mál og nýjungar í starfseminni. Nýjasta athvarfið sem Rauði krossinn kemur að, Endurhæfingarhúsið HVER á Akranesi, var sérstaklega kynnt. Sigurður Þór Sigursteinsson er forstöðumaður þar.

Gestafyrirlesarar voru tveir; Laura Sch. Thorsteinsson M.Sc verkefnisstjóri gæðaþróunar hjá Landlæknisembættinu og lektor í HÍ. Hún fjallaði um „Líf í gleði” hvernig á að hemja hugsanir og tilfinningar og stuðla að heilbrigðara starfsumhverfi. Sr. Halldór Reynisson verkefnisstjóri á fræðslusviði Biskupsstofu hélt fyrirlestur um „Atburði líðandi stundar” viðbrögð við erfiðum aðstæðum.
   
Björgin, athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem er rekið af  Reykjanesbæ, var kynnt af forstöðumanni Ragnheiði S. Gunnarsdóttur.

Nýtt verkefni til stuðnings börnum og unglingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða og/eða eiga foreldri/foreldra með geðröskun var kynnt af  Helgu G. Halldórsdóttir sviðsstjóra innanlandssviðs og Þórdísi Rúnarsdóttur forstöðumanni Vinjar sem hefur umsjón með verkefninu. Verkefnið er í samstarfi við BUGL, HR og HÍ.