11949467_702493083214926_7761469999786753756_n

25. sep. 2015 : Hælisleitendum boðið í réttir og hvalaskoðun

Félagsstarf hælisleitenda fer fram undir dyggri stjórn Julie Ingham, verkefnisstjóra hjá Rauða krossinum í Garðabæ og Hafnarfirði. Hún segir skipta miklu máli að aðstoða hælisleitendur þegar þeir koma til landsins

RKI_-Syrland_skjaauglysing02

8. sep. 2015 : Hjálpum flóttafólki!

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja fjársöfnun til að styðja flóttafólk. Umræðan um flóttafólk hefur ekki farið framhjá neinum undanfarna daga. Vandamálið sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir er aðkallandi en fjöldi flóttamanna hefur aldrei verið meiri í mannkynssögunni

IMG_7995

7. sep. 2015 : Við getum múltitaskað

Hin mikla bylgja velvildar í garð sýrlenskra flóttamanna dregur fram allt það besta í þjóðarsálinni. Á nokkrum sólarhringum hafa fleiri en þúsund manns skráð sig til sjálfboðastarfa hjá Rauða krossinum.

Download

28. ágú. 2015 : 220 hafa leitað hælis á Íslandi á einu ári - Viltu þú taka þátt í félagsstarfi?

Eitt ár er liðið frá því að Rauði krossinn tók að sér réttindagæslu fyrir hælisleitendur þann 25.08.2015. Á þessu eina ári hafa 220 manns sótt um hæli á Íslandi.

Greece-migrants759

27. ágú. 2015 : Samstaða um mannúð og réttaröryggi

Frumvarpsdrögin sem þingmannanefnd undir forystu Óttars Proppé birti á mánudag er stórviðburður á heimsvísu. Á meðan Evrópa logar í deilum um flóttafólk og farendur þá hafa íslensku stjórnmálaflokkarnir komið sér saman um reglur þar sem mannúð og réttaröryggi eru í fyrirrúmi.

IMG_1553

19. ágú. 2015 : Flóttafólk á réttindi - Viðtal við Elhadj As Sy

Evrópulönd geta ekki vísað frá sér ábyrgðinni á örlögum flóttafólks, sem nú streymir yfir Miðjarðarhafið frá stríðshrjáðum löndum á borð við Sýrland og Írak, segir framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

11427854_660622910735277_1990828649977850756_o

9. jún. 2015 : Skemmtu sér frábærlega í íslenskri náttúru

Það var mikil gleði í loftinu nú undir lok maí þegar 45 manna hópur hælisleitanda, og þar af níu börn,  fékk einstakt tækifæri til að fara á vinsælustu ferðamannastaði Íslands; Gullfoss, Geysi og Þingvelli.

12716139_755125311285036_1963649696766424187_o

11. jún. 2014 : Málsmeðferð hælisumsókna stytt

Innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi hafa í dag gert með sér samning um þjónustu við hælisleitendur sem leita eftir vernd á Íslandi

20. jún. 2012 : Alþjóðadagur flóttamanna

4. jan. 2012 : Hælisleitendum boðið til veislu

Þann 29. desember síðastliðinn bauð Rauði krossinn hælisleitendum á Íslandi í veislu í Hafnarfirðinum til að fagna nýju ári.

Það eru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar sem starfa í hælisleitendaverkefnum sem bera veg og vanda af undirbúningi og matseld. Þá voru fjölmörg fyrirtæki sem lögðu lið og gáfu matvæli til veislunnar. Án stuðnings þeirra væri ekki mögulegt að halda slíka veislu.

Aldrei hefur verið jafn fjölmennt í veislunni en hana sóttu rétt tæplega sextíu manns bæði hælisleitendur sem og þeir sem veitt var hæli á síðastliðnu ári. Boðið var uppá fjölbreytt úrval girnilegra rétta og að loknu borðhaldi horfðu gestir á flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Gestir voru ánægðir með notalega kvöldstund og tækifæri til að gera sér dagamun.

 

4. jan. 2012 : Hælisleitendum boðið til veislu

Þann 29. desember síðastliðinn bauð Rauði krossinn hælisleitendum á Íslandi í veislu í Hafnarfirðinum til að fagna nýju ári.

Það eru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar sem starfa í hælisleitendaverkefnum sem bera veg og vanda af undirbúningi og matseld. Þá voru fjölmörg fyrirtæki sem lögðu lið og gáfu matvæli til veislunnar. Án stuðnings þeirra væri ekki mögulegt að halda slíka veislu.

Aldrei hefur verið jafn fjölmennt í veislunni en hana sóttu rétt tæplega sextíu manns bæði hælisleitendur sem og þeir sem veitt var hæli á síðastliðnu ári. Boðið var uppá fjölbreytt úrval girnilegra rétta og að loknu borðhaldi horfðu gestir á flugeldasýningu Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Gestir voru ánægðir með notalega kvöldstund og tækifæri til að gera sér dagamun.

 

1. sep. 2011 : Vestmannaeyjadeild bauð hælisleitendum í bátsferð um Eyjar

Sjálfboðaliðar Rauða krossins fóru á dögunum í vel heppnaða ferð til Vestmannaeyja með hælisleitendum. Lagt var af stað úr Reykjanesbæ snemma morguns í blíðskaparveðri áleiðis í Landeyjarhöfn þar sem hópurinn tók Herjólf til Eyja.

Vestmannaeyjadeild Rauða krossins sýndi mikla gestrisni þegar tekið var á móti hópnum og sá til þess að menn fengju að njóta þess besta sem Vestmannaeyjar hafa uppá að bjóða. Að sjálfsögðu var ekið um Heimaey auk þess sem boðið var uppá bátsferð og eldfjallasýningu.

31. ágú. 2011 : Tólf milljónir ríkisfangslausra í heiminum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu vakið athygli almennings og ríkisstjórna að enn eru um 12 milljónir karla, kvenna og barna ríkisfangslaus í heiminum. Það eru fleiri en búa samanlagt í Danmörku, Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Þar sem ríkisfangslausir einstaklingar eru tæknilega ekki ríkisborgarar neins ríkis er þeim oft neitað um grundvallarmannréttindi og um aðgengi að vinnumarkaði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sumir lenda í því að vera handteknir og dæmdir til fangelsisvistar því þeir geta ekki sýnt fram á hverjir þeir eru því þeir eiga hvorki vegabréf né önnur skilríki.

24. ágú. 2011 : Alþjóðleg vernd hælisleitenda frá Afganistan, Írak og Sómalíu í sex Evrópuríkjum

Nýlega gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrsluna „Safe at last?“ sem fjallar um lagaumhverfi og framkvæmd í sex Evrópusambandsríkjum og þá vernd sem hælisleitendum sem flýja stríðsátök og handahófskennd ofbeldi er veitt í þessum sömu ríkjum.

10. ágú. 2011 : Hælisleitendur á Íslandi janúar til júní 2011

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2011 sóttu alls 32 einstaklingar frá 18 ríkjum um hæli á Íslandi sem flóttamenn. Af þeim drógu þrír einstaklingar umsókn sína til baka áður en ákvörðun var tekin. Á sama tíma veitti Útlendingastofnun átta umsækjendum réttarstöðu flóttamanns, þar af einum á grundvelli viðbótarverndar og fjórum á grundvelli 3. mgr. 46. gr. laga um útlending sem aðstandandi flóttamanns. Umsóknir 26 einstaklinga voru enn til meðferðar hjá stofnuninni í lok júní 2011.

Útlendingastofnun tók alls 18 ákvarðanir varðandi umsóknir um hæli á fyrstu sex mánuðum ársins og var sem fyrr segir átta einstaklingum veitt réttarstaða flóttamanns. Sex einstaklingum var synjað um hæli og dvalarleyfi, fjórir einstaklingar voru endursendur til annars Evrópulands á grundvelli Dublinar samstarfsins og sem fyrr segir drógu þrír hælisumsókn til baka. Alls lauk því 21 málum hjá stofnuninni á fyrri hluta árs 2011.

5. júl. 2011 : Fótboltahjarta mitt spilar með Írak

Ein skærasta vonarstjarna Knattspyrnufélags Akraness er fjórtán ára flóttamaður frá Írak. Greinin birtist í Fréttablaðinu 2. júlí 2011.

20. jún. 2011 : Hælisleitendum boðið í skemmtiferð í tengslum við Alþjóðadag flóttamanna

Sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar sem vinna í mánaðarlegu félagsstarfi hælisleitenda stóðu fyrir skemmtiferð undir leiðsögn í tilefni af Alþjóðadegi flóttamanna síðasta laugardag, þann 18. júní. Þátttaka var góð en að þessu sinni var farið um „heimaslóðir“ hælisleitenda, Reykjanesið, þar sem margir áhugaverðir staðir eru að sjá.

Ferðin hófst með heimsókn til tveggja listamanna sem kynntu list sína, glerblástur og kertagerð. Því var fylgt eftir með göngu meðfram höfninni í Gróf að Svartahelli þar sem skessan í hellinum býr. Skessan flutti til Reykjanesbæjar á Ljósanótt árið 2008 og hefur búið um sig í hellinum með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann. Fannst hópnum þetta spaugilegt og gott myndefni. Næst var farið á Garðskaga þar sem boðið var upp á vöfflur og kaffi og notið útsýnis yfir hafið áður en Byggðasafnið var heimsótt og vitinn klifinn.

Veðrið skartaði sínu fegursta og það voru ánægðir ferðalangar sem gengu eftir ströndinni og nutu útsýnis í þeirri stórskornu náttúru sem er við Reykjanesströndina.
 

20. jún. 2011 : Alþjóðadagur flóttamanna í dag

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. 60 ár eru frá samþykkt flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna og 55 ár síðan Ísland fullgilti hann.

16. jún. 2011 : Alþjóðadagur flótttamanna 20. júní

Þann 20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. Ár hvert er þessi dagur notaður til að minna á stöðu flóttamanna um heim allan. Mikill fjöldi fólks sætir á degi hverjum ofsóknum, býr við stríðsástand og sætir grimmilegum mannréttindabrotum, og neyðist til flýja heimaland sitt til að bjarga lífi sínu.

Rauði kross Íslands vill nota tækifærið og vekja athygli á stöðu flóttamanna og þeirra sem leitað hafa hælis hérlendis. Rauði krossinn hefur ítrekað bent á að veita eigi hælisleitendum aðstoð lögmanns frá því að umsókn um hæli er lögð fram.

15. jún. 2011 : Borgarstjóri vill rjúfa einangrun flóttafólks

Borgarstjóri tekur undir viljayfirlýsingu Rauða krossins og fleiri samtaka. Greinin birtist í DV þann 15.06.2011.

14. jún. 2011 : Áhugaverður fyrirlestur um málefni hælisleitenda

Arndís A. K. Gunnarsdóttir lögmaður og sjálfboðaliði Rauða krossins hélt í dag áhugaverðan fyrirlestur um sérstaklega berskjaldaða hópa í hælismeðferð.

Arndís, sem starfar sem sjálfboðaliði í réttindagæslu hælisleitenda, sótti nýverið námskeið á vegum ELENA í Belgíu þar sem fjallað var um sérstaklega berskjaldaða hópa í hælismeðferð í Evrópu.

Í erindi sínu fjallaði Arndís um hvaða hópar það eru sem eru sérstaklega berskjaldaðir, hvaða vernd er fyrir hendi og hvernig við getum greint þá sem eru sérstaklega berskjaldaðir. Erindið sóttu fulltrúar ýmissa stofnana sem vinna að málefnum hælisleitenda. Arndís hafði áður flutt sama erindi fyrir sjálfboðaliða Rauða krossins sem vinna að málefnum hælisleitenda.
 

7. jún. 2011 : Harmleikurinn við Miðjarðarhafið sýnir að enn frekari þörf er á að tryggja réttindi farenda

Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans lýsir áhyggjum yfir afdrifum þeirra hundruða farenda (e. migrants) sem flúðu yfir Miðjarðarhafið í byrjun árs.

7. feb. 2011 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur af stefnu sænskra stjórnvalda að snúa hælisleitendum frá Írak til baka

Hlutfall hælisleitenda frá Írak hefur fallið úr 90% árin 2006-2007 niður í 27% á árinu 2009 í kjölfar dóms áfrýjunardómstóls í Svíþjóð árið 2007 sem úrskurðaði um að vopnuðum átökum í Írak væri lokið.

Svíþjóð brottvísar nauðugum fleiri Írökum en önnur ríki og hefur sætt harðri gagnrýni fjölmargra aðila, þar á meðal Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Margir þeirra sem hefur verið brottvísað til Íraks eru sagðir tilheyra minnihlutahópum í Írak sem eru í hættu í Írak og hefur mörgum þeirra, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun SÞ, verið brottvísað til svæða innan Íraks þar sem mikið ofbeldi ríkir sem aftur gefur tilefni til alþjóðlegrar verndar.

4. feb. 2011 : Tíu fengu alþjóðlega vernd á síðasta ári - Afgreiðslutíminn styttist milli ára

Tíu einstaklingar fengu alþjóðlega vernd hér á landi á síðasta ári, þ.e. stöðu flóttamanns eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og/eða vegna sérstakra tengsla við landið. Alls sótti 51 einstaklingur frá 22 ríkjum um hæli hér á landi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 03.02.2011.

20. jan. 2011 : Þriðji hver flóttamaður og hælisleitandi í Finnlandi með einkenni áfallastreitu

Samkvæmt Helsinki Deaconess stofnunni í Finnlandi sýnir þriðji hver hælisleitandi og flóttamaður sem kemur til landsins einkenni áfallastreitu eða þjáist af áfallastreituröskun. Í skýrslu stofnunarinnar fær aðeins þriðjungur þeirra viðhlítandi aðstoð. Í skýrslunni kemur einnig fram að heilbrigðiskerfi Finnlands er ófært um að koma til móts við þarfir einstaklinga sem hafa verið pyndaðir eða þeim verið nauðgað eða börn sem hafa verið látin stunda hermennsku.

Einstaklingar sem þjást af áfallastreitu eða áfallastreituröskun eiga erfitt með að sækja sér þá aðstoð sem þeir eru í þörf fyrir vegna langra biðlista og biðraða, fordóma og erfiðleika heilbrigðiskerfisins við að greina þá einstaklinga sem þjást af áfallastreitu. Börn eru að auki gjarnan treg að ræða þá erfiðu reynslu sem þau hafa gengið í gegnum.

23. nóv. 2010 : Þýskur dómstóll gagnrýnir aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu

Þann 9. nóvember sl. ákvað þýskur dómstóll að fresta tímabundið endursendingu hælisleitanda til Ítalíu á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar. Í ákvörðun dómstólsins var lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði hælisleitenda á Ítalíu, sérstaklega hvað varðar atriði sem lúta að heilbrigðismálum og húsnæði, sem eru ekki í samræmi við evrópsk lágmarksviðmið.

Í dómnum er einnig lýst áhyggjum yfir því hvort Ítalía geti með viðunnandi hætti tryggt grundvallarréttindi einstaklinga sem óskað hafa alþjóðlegrar verndar. Dóminn má nálgast á vefnum með því að smella á meira.

20. okt. 2010 : Hafnarfjarðardeild sinnir félagsstarfi fyrir hælisleitendur

Sumarið 2009 hófst mánaðarlegt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Hópur sjálfboðaliða hjá Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hafa séð alfarið um skipulag og framkvæmd starfsins og bjóða uppá fjölbreytta dagskrá svo sem ferðalög, danskvöld, tölvuleikjakvöld og hátíðarkvöldverð. Ferðalög eru alltaf vinsælust og hefur verið boðið upp á ferð í Bláa Lónið, réttir og náttúruskoðanir.

Deildirnar í Grindavík, Hveragerði, Vík og Vestmannaeyjum hafa allar tekið höfðinglega á móti þessum hópi auk þess sem Suðurnesjadeild hefur lánað húsnæði sitt undir spilakvöld og aðra viðburði sem fara fram í Reykjanesbæ.

Verkefnið hefur því í senn verið lyftistöng í félagslífi hælisleitenda sem og aukið á samstarf Rauða kross deilda og sjálfboðaliða þeirra.

12. okt. 2010 : Laganemar og lögfræðingar vinna að réttindagæslu

Réttindagæsla fyrir hælisleitendur er verkefni sem hóf göngu sína sumarið 2009 á vegum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins. Sjálfboðaliðarnir sem sinna verkefninu eru laganemar og lögfræðingar. Unnið er í samstarfi við deildina og félaganna Orator og Lögréttu.

Sjálfboðaliðarnir fylgja hælisleitendum í hælisskýrslu, aðstoða þá við gerð greinargerða til Útlendingastofnunar og fylgja þeim í birtingu þegar hælismáli er lokið.

Það er samdóma álit þeirra sem að verkefninu koma að vinna sjálfboðaliða Rauða krossins skipti sköpum fyrir fólk í þessari stöðu. Um 15 manna hópur hefur sinnt þessu verkefni en nýlega bættust 12 nýir sjálfboðaliðar við.

Réttindagæslan er hluti af verkefnum Hafnarfjarðardeildar til stuðnings hælisleitendum en að auki er boðið uppá heimsóknaþjónustu, félagsstarf og stuðningsfjölskyldur.

3. ágú. 2010 : Fjöldi hælisleitenda fyrstu sex mánuði ársins 2010 og ákvarðanir stjórnvalda í hælismálum á sama tíma

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 sóttu alls 17 einstaklingar frá tólf ríkjum um hæli á Íslandi sem flóttamenn.

2. júl. 2010 : Hælisleitendur á ferð um Suðurland

Ellefu hælisleitendur, sem bíða þess að umsókn þeirra verði afgreidd, fóru í árlegt ferðalag um Suðurlandið síðustu helgi. Með þeim í för voru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar sem vinna í verkefninu félagsstarf hælisleitenda.

Ferðinni var heitið til Víkur en á leiðinni var farið um Stokkseyri og Eyrarbakka og síðan var stoppað við Seljalandsfoss þar sem teknar voru myndir og létt nesti borðað.

Í Vík fékk hópurinn góðar móttökur hjá Sveini og Auði í Víkurdeild Rauða krossins. Þau upplýstu hópinn um eldgosið, hvaða áhrif það hefur haft í Vík og nágrenni og hvernig staðið var að hreinsunarstarfi meðan á gosinu stóð og nú þegar gosið hefur róast. 

23. jún. 2010 : Ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um fjölda flóttamanna á árinu 2009

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út skýrslu með tölum um fjölda flóttamanna og þróun í flóttamannamálum á árinu 2009. Í skýrslunni, sem er 30 blaðsíður, Er einnig leitast við að greina tölfræðiupplýsingar, þróun og breytingar á þeim fjölda fólks sem stofnunin starfar fyrir og með (flóttamenn, ríkisfanglausir, flóttamenn sem snúa til baka til heimalands og þeir flóttamenn sem eru á vergangi innan eigin landamæra).

Í skýrslunni kemur meðal annars fram, að:

21. apr. 2010 : Fjöldi hælisleitenda í iðnríkjunum árið 2009

Tölfræði Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sýnir að fjöldi hælisleitenda í 44 iðnvæddu ríkjunum hafi verið nánast sá sami árið 2009 og hann var árið 2008. Fjöldinn á síðasta ári hafi verið 377.000.

7. apr. 2010 : Ósamræmi í meðferð hælisumsókna í löndum Evrópusambandsins

Nýleg athugun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur leitt í ljós að á meðal tólf ESB ríkja er ósamræmi þegar kemur að meðferð hælisumsókna. Á vettvangi ESB var samþykkt tilskipun um meðferð hælisumsókna árið 2005 sem skyldi tryggja að ákvarðanir um réttarstöðu flóttamanna yrði samræmd innan sambandsins og um leið yrðu réttindi hælisleitenda tryggð betur, s.s. með því að tryggja að persónuviðtal yrði tekið við hælisleitendur og að hælisleitendur hefðu rétt til að kæra ákvarðanir.

28. jan. 2010 : Örbirgð í Grikklandi - Hvað gera stjórnvöld við skýrslu Flóttamannastofnunar SÞ

Fangelsið þar sem hann dvaldi fyrst eftir komuna til Grikklands var yfirfullt. Fólk hvert sem hann leit, ekkert pláss. Greinin birtist á Smugunni 27.10.2010.

23. jan. 2010 : Vel heppnuð aðlögun flóttakvenna

Haustið 2008 komu 29 palestínskir flóttamenn til Íslands og settust að á Akranesi. Aðlögun hópsins gengur vel og lítil hnáta hefur meira að segja bæst í hópinn eins og Sigríður B. Tómasdóttir komst að í heimsókn á Skagann. Greinin birtist í Fréttablaðinu 23. janúar 2010.

18. jan. 2010 : Rauði krossinn ítrekar tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublinar reglugerðar

Nýlega kom út skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna með niðurstöðum könnunar um ástand hælismála í Grikklandi. Flóttamannastofnun lét gera skýrsluna meðal annars með tilliti til endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar svokölluðu.

12. jan. 2010 : Fjöldi hælisumsókna á árinu 2009 og ákvarðanir Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytis á árinu 2009

Samkvæmt upplýsingum Rauða kross Íslands hafa alls 35 einstaklingar óskað eftir hæli á Íslandi frá 1. janúar til 30. desember 2009.

9. nóv. 2009 : Hælisleitendur og Dublinar endursendingar til Grikklands

Í apríl 2008 gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem lýst var miklum áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi.

16. okt. 2009 : Herþotur yfir Bagdada. Flóttamanni fæddum 1990 var vísað úr landi í gær - því það má

Daginn sem herþoturnar hófu að svífa yfir Bagdad vissi Layla Khalil Ibrahim að eitthvað mikið var í vændum. Hún var óttaslegin yfir því hvað tæki við í kjölfar innrásarinnar í Írak. Greinin birtist á Smugan.is.

13. okt. 2009 : Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi –vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki

Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.

Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.

8. okt. 2009 : Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN opnar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag og stendur til 10. janúar. Sýningin er unnin í samvinnu við Rauða kross Íslands, Rætur – félag áhugafólks um menningarfjölbreytni og menningarmiðstöðina Edinborg. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á fjölmenningu á Íslandi og er þetta annar áfangastaður á ferð um landið.

Sýningin Heima – Heiman var fyrst sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008. Höfundar hennar eru þær Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur. Ágóði af sölu myndanna rennur til Rauða kross Íslands.

19. sep. 2009 : 70% flóttamanna ílengjast hér

Á morgun eru 30 ár liðin frá því að 34 flóttamenn komu hingað til lands frá Víetnam. Af öllu því flóttafólki sem kemur til Íslands er tiltölulega hátt hlutfall sem festir rætur. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. september 2009.

10. sep. 2009 : „Mér líður vel hérna“ - Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi

ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ramadan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. Greinin birtist í Morgunblaðinu 09.09.2009.

29. júl. 2009 : Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu

Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.

29. júl. 2009 : Skýrsla um meðferð hælisumsókna

Dómsmálaráðuneytið birti þann 27. júlí skýrslu nefndar um meðferð hælisumsókna sem dómsmálaráðherra skipaði 21. apríl sl. Nefndinni var skv. erindisbréfi falið að fara yfir lög og reglur um meðferð hælisumsókna í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl. og alþjóðlegra skuldbindinga.

24. júl. 2009 : Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak

Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

22. jún. 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

19. jún. 2009 : Opið hús í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna 20. júní í StartArt á Laugaveginum

Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna standa Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk og Kaffitár, að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi 12b, frá klukkan 13:00-15:00. Málefni og menning flóttafólks verða kynnt en boðið verður upp á ýmsa skemmtun - tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

11. jún. 2009 : Námskeið um málsmeðferð hælisleitenda

Fjölmennt var á námskeiði um málsmeðferð hælisleitenda sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar frá Flóttamannastofnun SÞ fóru yfir ýmis atriði sem skipta grundvallarmáli þegar ákvarðað er um stöðu einstaklings sem sækir um hæli.

„Meginviðfangsefnið var aðferðarfræði við ákvörðun á stöðu flóttamanns, t.d. hvernig eigi að meta trúverðugleika hælisumsækjanda, viðtalstækni, skilyrði flóttamannahugtaksins og fleira," segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands.

11. jún. 2009 : Rauði krossinn andvígur því að senda hælisleitendur til Grikklands

Rauði kross Íslands harmar þá niðurstöðu sem fram kemur í skýrslu dómsmálaráðuneytisins að hælisleitendur verði aftur sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar. Rauði krossinn hefur ítrekað beint þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands að svo stöddu og byggt þau á skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá apríl 2008.

Dómsmálaráðuneytið hefur nú til meðferðar mál sex einstaklinga sem sótt hafa um hæli á Íslandi eftir að hafa dvalist fyrst í Grikklandi. Lengst hafa þeir dvalist á Íslandi í rúmt ár en skemmst í rúma sjö mánuði. Á þeim tíma hafa þeir myndað góð og sterk tengsl við landið og við aðra borgara hér. Allir hafa þeir sótt eftir vernd hérlendis þar sem þeir telja sér ekki óhætt verði þeir sendir aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar.

10. jún. 2009 : Einn af sex hundruð?

Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórnvöld snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópulanda, þar sem þeir eigi illa vist. Greinin birtist á Visir.is þann 30. maí sl.

7. jún. 2009 : Strand í sandi

Hvar finnurðu steikjandi sumarhita, reglubundna sandstorma og eyðimörk með snákum og sporðdrekum? Bættu svo við þunnum tjöldum og ískulda á vetrum – þú gætir verið í Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

2. jún. 2009 : Fólkið sem flýr heimkynni sín

Samanburður á afgreiðslu Íslendinga og Norðmanna á hælisumsóknum leiðir í ljós að frændur okkar veita mun fleiri stöðu flóttamanna. Zoë Robert heimsótti hælisleitendamiðstöðina í Þrándheimi. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

25. maí 2009 : Erfiðara að fá hæli á Norðurlöndunum

VIÐ getum ekki skipað ríkjum að taka við flóttamönnum eða hælisleitendum, aðeins hvatt þau til að grafa ekki undan þeirri stofnun sem hefur það hlutverk að reyna að halda utan um þessi mál á alþjóðavettvangi,“ segir Hanne Marie Mathisen. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 21. maí.

29. apr. 2009 : Átök í Afganistan og Sómalíu fjölga hælisumsóknum í heiminum

Fjöldi hælisleitenda í iðnvæddum löndum jókst í fyrra, annað árið í röð, samkvæmt bráðabirgðahagtölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Má það rekja að hluta til aukins fjölda hælisumsókna frá ríkisborgurum Afganistans, Sómalíu og annarra landa sem eru að ganga í gegnum tímabil ólgu eða átaka. Þótt íröskum hælisleitendum hafi fækkað um 10 prósent árið 2008 þá eru Írakar enn sú þjóð sem á flestar hælisumsóknir í hinum iðnvædda heimi.

383 þúsund nýjar hælisumsóknir voru lagðar fram á síðasta ári í 51 iðnvæddum ríkjum sem er 12 prósenta aukning miðað við árið 2007 þegar umsóknir voru 341 þúsund. Þetta er annað árið í röð sem hælisumsækjendum fjölgar síðan árið 2006 þegar skráður fjöldi hælisumsókna hafði verið lægstur í 20 ár (307 þúsund)

20. apr. 2009 : Mannréttindi innantómt tal

NOORDIN Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kanada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykjanesbæ og bíður þess sem verða vill. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

20. apr. 2009 : Faðirinn myrtur, börn á flótta

Layla Khalil Ibrahim frá Írak mun aldrei gleyma deginum sem hún horfði á eftir þremur barna sinna leggja af stað í hættuför til Evrópu til að elta uppi elsta bróður þeirra. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

17. apr. 2009 : Ráðherra skipar nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa hælisleitanda úr landi var hnekkt.

Atli Viðar Thorstensen verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda og flóttamanna mun taka sæti í nefndinni fyrir hönd Rauða kross Íslands. Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands mun leiða nefndina en aðrir fulltrúar eru Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

16. apr. 2009 : Hverjir eiga að fá hæli?

Hvernig á að taka á málum fólks sem leitar hælis á Íslandi? Hvernig eiga Íslendingar að taka á móti þeim sem eiga sér hvergi skjól og skolar á land á Íslandi? Hingað til hefur stefnan verið sú að beina ábyrgðinni annað.

16. apr. 2009 : Grein um Al Waleed flóttamannabúðirnar í New York Times

Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður skrifaði grein um flóttamannabúiðirnar Al Waleed í Írak sem birtist á vefsíðu The New York Times þann 10. apríl. Greinin birtist einnig í prentuðu útgáfunni af International Herald Tribune (systurblaði New York Times).

8. apr. 2009 : Hvernig ber að skilgreina hugtakið „vopnuð átök” skv. alþjóðlegum mannúðarlögum og tilkall til verndar gegn handahófskenndu ofbeldi (e. indiscriminate violence)

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út skjal þar sem varpað er ljósi á ríkjandi lagalegan skilning á hugtakinu „vopnuð átök sem eru alþjóðlegs eðlis" og á hugtakinu „vopnuð átök sem ekki eru alþjóðlegs eðlis" skv. alþjóðlegum mannúðarlögum.

8. apr. 2009 : Rauði krossinn ítrekar enn tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands

Rauði kross Íslands ítrekaði enn afstöðu sína um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar með bréfi til dómsmálaráðherra sem sent var í gær, 7. apríl.

Þann 26. ágúst 2008 sendi Rauði kross Íslands þáverandi dómsmálaráðherra bréf þessa efnis, ásamt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna varðandi afstöðu stofnunarinnar til sendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar.  Þar kemur fram að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti  áhyggjum sínum yfir því að meðhöndlun hælisumsókna í Grikklandi og meðferð og aðbúnaður hælisleitenda þar í landi stæðist ekki kröfur sem leiða af ákvæðum fjölþjóðlegra samninga sem eiga við á því sviði. Því hefði stofnunin beint þeim tilmælum til stjórnvalda í ríkjum sem samþykkt hafa Dublin reglugerðina að þau sendi hælisleitendur ekki til Grikklands á grundvelli hennar heldur nýti heimild sína samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar til að taka umsóknir þeirra um hæli til efnislegrar meðferðar. Rauði krossinn ítrekaði þessi eindregnu tilmæli sín, sem eru í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar, í bréfi til dómsmálaráðherra dags. 6. október 2008.

8. apr. 2009 : Gagnlegar umræður um málefni hælisleitenda

Hópur fólks sem staðið hefur fyrir mótmælum undanfarið til að vekja athygli á málefnum hælisleitenda á Íslandi átti fund með starfsmönnum Rauða krossins í dag. Þar áttu sér stað mjög opnar og gagnlegar umræður um hlutverk Rauða krossins meðan á málsmeðferð hælisleitenda stendur sem og málsvarahlutverk félagsins við stjórnvöld og stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna og hælisleitenda.

Hópur hælisleitenda sem dveljast á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ var meðal þeirra sem funduðu með Rauða krossinum í dag, og sögðu frá sinni reynslu í samskiptum við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn. Rauði krossinn mun taka mið af því sem þar kom fram við vinnu sína í þessum málaflokki.

31. mar. 2009 : Gamalt efni um flóttamenn

Rauða krossinum hefur áskotnast gamalt útgefið efni um flóttamenn. Annars vegar er það grein eftir Ólínu þorvarðardóttur sem birtist í Heimsmynd í desember 1986 og hins vegar myndbrot úr umfjöllun Ríkissjónvarpsins þegar tekið var á móti pólskum flóttamönnun í maí 1982.

24. mar. 2009 : „Flóttamenn í heimreiðinni: Af hverju hér? “

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur í þessari viku fyrir greinasamkeppni sem nær til Eystrasalts- og Norðurlanda. Þátttakendur eru nemar í fjölmiðlafræði en samkeppnin er skipulögð í samstarfi við helstu dagblöð í þessum löndum. Háskólar og hjálparstofnanir, þar á meðal Rauði kross Íslands, koma einnig að samkeppninni.

„Ólöglegir innflytjendur frá Afríku koma að landi í Evrópu, óttast er að margir þeirra hafi drukknað“. Fyrirsagnir svipaðar þessum eru algengar í evrópskum fréttum. En er allt þetta fólk „ólöglegir innflytjendur“? Getur ekki verið að sumir þeirra séu á flótta undan stríði og ofsóknum? Eru ef til vill hælisleitendur á meðal þeirra? Vitum við hvað býr að baki þessum fréttum í raun og veru. Getur verið að fréttir í þessum málaflokki endurspegli aðallega stjórnmálaskoðanir og almenningsálit? Gera blaðamenn sér alltaf grein fyrir því að á meðal ólöglegra innflytjenda eru oft einstaklingar sem flúið hafa skelfilegan mannúðarvanda og þurfa á vernd að halda?

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

3. mar. 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.

2. jan. 2009 : Úr vopnagný í kyrrðina

„Ég er 300% afslöppuð," segir Wafaa Nabeel Yosif Al Qina, beðin um að lýsa því hvernig er að dveljast á Íslandi. Viðtal við Wafaa þar sem hún lýsir aðlögun sinni sem flóttamaður á Íslandi birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2008.

5. des. 2008 : Löglega staðið að aðgerðum lögreglu gagnvart hælisleitendum

Ekkert bendir til annars en að fullnægjandi lagaheimildir hafi legið fyrir við þær aðgerðir sem lögreglan á Suðurnesjum greip til gagnvart hælisleitendum þann 11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í úttekt sem LOGOS lögmannsþjónusta vann að beiðni Rauða kross Íslands.

Hinsvegar skal tekið fram að nokkuð ber í milli í frásögnum hælisleitenda eins og þær birtast í skýrslum Rauða krossins og lögregluskýrslum. Samkvæmt upplýsingum nokkurra hælisleitenda nutu þeir ekki aðstoðar túlks og er því viðbúið að lögreglu hafi verið illmögulegt að uppfylla kröfur laga um að leita samþykkis allra þeirra sem sættu húsleitinni.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

29. okt. 2008 : Reiðhjólahjálmar að gjöf á Akranesi

Reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi brást snarlega við og færði börnunum úr palestínsku flóttafjölskyldunum reiðhjólahjálma að gjöf þegar Rauði krossinn leitaði til þeirra á dögunum.


27. okt. 2008 : Fjöldi hælisumsókna til iðnvæddra ríkja fyrri hluta ársins 2008

Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr fjölda íraskra hælisleitenda fyrri hluta ársins 2008 voru Írakar enn langfjölmennasti hópur hælisleitenda í iðnvæddum ríkjum. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNHCR.

22. sep. 2008 : Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur

„Rauði krossinn hyggst láta gera óháða rannsókn á húsleit lögreglu hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ." Tilefni til að skoða sérstaklega yfirlýsingar stjórnvalda. Brein eftir Elvu Björk birtist í Morgunblaðinu 22.09.2008.

 

16. sep. 2008 : Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi

TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.

 

15. sep. 2008 : Núna er Ísland landið mitt

Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.

14. sep. 2008 : Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum

Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.

12. sep. 2008 : „Með nóg af hlýjum fötum?“

Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.  

10. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn fá nýtt líf á Íslandi

Eftir langt ferðalag kom hópur 29 palestínskra flóttamanna til Íslands á mánudag en þar mun fólkið hefja nýtt líf eftir tvö ár í bráðabirgðabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands.

9. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn fá skjól á Íslandi

Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn komu til landsins í gærkvöldi í boði íslenskra stjórnvalda.

8. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag

Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.