13. okt. 2004 : Fólkið var mjög fljótt að aðlagast aðstæðum á Íslandi

Haldið var kaffisamsæti í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan flóttamenn frá Víetnam komu til Íslands.
Nú eru 25 ár síðan Rauði kross Íslands, í samvinnu við stjórnvöld, tóku á móti fyrsta hópi flóttamanna frá Víetnam. Í því tilefni bauð Rauði krossinn til samkomu hópsins og mættu þar þrjátíu manns.

Það var þann 20. september 1979 þegar til landsins komu alls 35 manns frá Malaziu en þar hafði 8500 flóttamönnum frá Víetnam verið komið fyrir í flóttamannabúðum. Í hópnum voru fjórir einstaklingar, systkinahópur og fjórar barnmargar fölskyldur.