4. okt. 2005 : 30 flóttamönnum boðið til landsins

Sendinefndin hitti þessi börn í flóttamannabúðum í Sarajevo. Þar eru nú 200 manns en við stríðslok bjuggu þar rúmlega 20.000 flóttamenn.

Síðastliðið vor ákvað ríkisstjórn Íslands að bjóða til landsins 30 flóttamönnum. Stærsti hluti flóttafólksins er frá Kólumbíu en nokkrir frá Kosovo. Komu þau til landsins í ágúst og september. Börnin hófu strax nám í Austurbæjarskólanum og fullorðna fólkið er í íslenskunámi hjá Mími. Aðlögun að íslensku samfélagi gengur vel.


Rauði krossinn hefur, ásamt móttökusveitarfélagi, haft lykilhlutverki að gegna í móttöku flóttamanna. Skv. samningi við flóttamannaráð annast Rauði kross Íslands móttöku flóttamanna og veitir þeim aðstoð fyrsta dvalarár þeirra, kemur fram sem fulltrúi þeirra og veitir þeim liðveislu. M.a. eru fimm stuðningsfjölskyldur á hverja fjölskyldu flóttamanna starfandi sem sjálfboðaliðar. Að þessu sinni er það Reykjavíkurdeild Rauða krossins og Reykjavíkurborg sem annast móttökuna.