20. des. 2005 : Jólaball fyrir börn flóttamanna

Nemendur IBM námsins í Menntaskólanum í Hamrahlíð héldu börnum flóttamanna veglegt jólaball.
Nú í haust voru settir á laggirnar Vinahópar fyrir börn flóttafólksins sem komu til landsins á árinu en verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands og IBM námsins í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Nemendur IBM námsins hafa hitt börnin reglulega og gert ýmislegt skemmtilegt með þeim. S.l. laugardag buðu nemendurnir öllum börnunum, foreldrum þeirra, stuðningsfjölskyldum og starfsfólki Flóttamannaverkefnisins á jólaball sem var haldið í sal Menntaskólans. Fengu þau til liðs við sig tónlistarfólk sem eru útskrifaðir nemendur MH til að spila og syngja jólalögin.