24. des. 2006 : 50 ár liðin frá komu ungverskra flóttamanna til Íslands

Á aðfangadag eru liðin 50 ár frá því að ríkisstjórn Íslands veitti fyrst flóttamönnum hæli á Íslandi í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands. Um var að ræða flóttamenn frá Ungverjalandi sem höfðu flúið til Austurríkis undan innrás Sovétmanna sem vildu bæla niður uppreisn í landinu.

Alls flúðu um 200.000 manns Ungverjaland á örfáum vikum undir lok árs 1956 og leituðu langflestir þeirra, eða um 180.000, skjóls í Austurríki en aðrir í þáverandi Júgóslavíu.

14. des. 2006 : Sönnunarbyrði hælisleitenda á Íslandi: Rannsókn á úrskurðum dómsmálaráðuneytisins í hælismálum

Svanfríður D. Karlsdóttir hefur veitt Rauða krossi Íslands leyfi til að birta á heimasíðu sinni rannsókn sem hún vann árið 2003 og var styrkt af Nýsköpunarsjóði.

8. des. 2006 : Hælisleitendur eru í lagalegu og félagslegu tómarúmi

Umsóknir um pólitískt hæli hafa breyst og þyngri mál koma nú inn á borð Útlendingastofnunar og lögmanna.

Guðrún Helga Sigurðardóttur blaðamaður á Fréttablaðinu tók viðtal við Katrínu Theodórsdóttur lögfræðing. Birtist viðtalið í  Fréttablaðinu 23. nóvember 2006.

29. nóv. 2006 : Kom til Íslands sem flóttamaður

Árið 1997 kom Nebojsa Zastavnikovic ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar sem flóttamaður frá Serbíu. Þá vissi hann ekki hvað að höndum myndi bera. Nú rekur hann eigið byggingafyrirtæki og byggir sumarbústaði á Íslandi. Kristján Guðlaugsson hitti hann að máli.

Nebojsa var lögreglumaður áður en hann fluttist búferlum til Íslands. Meðan hann var í íslenskunámi á Ísafirði vann hann hjá Ágústi Gíslasyni trésmíðameistara og þá vaknaði áhugi hans á húsamíðum og trésmíði.

1. ágú. 2006 : Living in Limbo

27. jún. 2006 : Sjálfboðaliðar aðstoða hælisleitendur

Nokkrir einstaklingar hófu að heimsækja hælisleitendur á síðasta ári. Þeir hafa stofnað grasrótarhreyfingu: ?Áhugahóp um mannréttindi hælisleitenda?.

20. jún. 2006 : Kynntu sér stöðu flóttamanna á 17. júní

Þeir sem lögðu leið sína í tjald Rauða krossins og Flóttamannastofnunar urðu margs vísari um stöðu flóttamanna í heiminum.

Þó nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í tjald Rauða kross Íslands og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í tilefni Alþjóðadags flóttamanna sem er í dag en haldinn var hátíðlegur 17. júní s.l.

Tjaldi hafði verið komið fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu til að vekja athygli á stöðu flóttamanna heima og heiman. Gátu gestir til að mynda skoðað myndir úr flóttamannabúðum í Rúanda og Chad, kynnst flóttamannaverkefninu í Reykjavík, fengið upplýsingar um starf Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og Flóttamannastofnunar í málefnum flóttafólks og svarað léttum spurningum varðandi flóttamannamál.

19. jún. 2006 : Flóttamenn: Fólkið sem enginn vill fá

Anna stundar BA-nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Grein þessi birtist á vefnum www.hugsandi.is og er birt með leyfi Önnu.

17. jún. 2006 : Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur á Íslandi

Ómar er formaður Rauða kross Íslands og Atli Viðar verkefnisstjóri í málefnum flóttamanna og hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands.

16. jún. 2006 : Alþjóðadagur flóttamanna haldinn á Íslandi á þjóðhátíðardaginn

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur á síðastliðnum 55 árum hjálpað yfir 50 milljónum manna til að byggja líf sitt upp að nýju. Í dag er fjöldi þeirra sem Flóttamannastofnunin aðstoðar um 20 milljónir. Ísland hefur frá árinu 1956 tekið á móti um 450 flóttamönnum.
Þann 17. júní munu Rauði kross Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna halda sameiginlega upp á alþjóðadag flóttamanna með ljósmyndasýningu, leikjum og fræðsluefni í sérstöku tjaldi í Mæðragarðinum í Lækjargötu.  

Þykir vel við hæfi að nota þjóðhátíðardaginn til að vekja athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda hérlendis sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, fjölskyldu og ættjörð.

15. jún. 2006 : Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur

       Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur 17. júní 2006 kl. 14-18 í Mæðragarðinum í Lækjargötu

20. júní er Alþjóðadagur flóttamanna. Hér á Íslandi munum við nota 17. júní til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis eru neyddir til að vera fjarri heimilum sínum.

18. maí 2006 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna

Evrópusambandið hvatt til að endurskoða Dublin II reglugerðina í þeim tilgangi að verja réttindi flóttamanna og hælisleitenda

3. maí 2006 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna - almennar upplýsingar

Rauði kross Íslands er fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

2. maí 2006 : Uppflosnaðir þjást víða

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 20. apríl 2006. Sigrún María er blaðamaður.

10. apr. 2006 : Fjöldi einstaklinga sem sækir um hæli í iðnríkjum hefur minnkað um helming

Undanfarin fimm ár hefur fjöldi þeirra sem sækir um hæli í iðnríkjunum fallið um helming og hefur fjöldi hælisleitenda ekki verið lægri í nær tvo áratugi.

?Þessar tölur sýna að allt tal í iðnvæddu ríkjunum um aukin vandamál vegna hælismála endurspegla ekki raunveruleikann,? sagði António Guterres yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætti við að í staðinn ættu iðnríkin að spyrja sig hvort strangari takmarkanir gagnvart hælisleitendum væru ekki aðeins til þess fallnar að skella hurðum á menn, konur og börn sem væru að flýja ofsóknir.

16. mar. 2006 : Erlent samstarf um málefni hælisleitenda og flóttamanna

PERCO ? Samráðsvettvangur Rauða kross félaga í Evrópu í málefnum hælisleitenda, flóttamanna og útlendinga almennt.

9. mar. 2006 : Um skýrslu Mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins

Margrét er lögfræðingur Alþjóðahúss sem rekið er af Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands

2. mar. 2006 : 50 ár frá aðild Íslands að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna

Börn í flóttamannabúðum í Mutata í Kólumbíu. Á síðasta ári tóku íslensk stjórnvöld á móti 24 flóttamönnum frá Kólumbíu og sjö frá Kósovó.
Þann 1. mars árið 1956 gekk staðfesting Íslands á samningi um réttarstöðu flóttamanna í gildi. Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna, eins og hann er jafnan kallaður, hafði verið samþykktur tæpum fimm árum áður í borginni Genf í Sviss.

Meginmarkmið flóttamannasamningsins var að aðstoða rúmlega milljón manns sem voru enn á vergangi í Evrópu af völdum síðari heimsstyrjaldarinnar við að fá úrlausn sinna mála.

Á Íslandi er Rauði kross Íslands fulltrúi Flóttamannastofnunar SÞ og hefur tekið að sér málsvarahlutverk og réttindagæslu hælisleitenda á Íslandi ásamt því að aðstoða íslensk stjórnvöld og sveitarfélög við móttöku flóttamanna sem boðin er landvist hér á landi í samvinnu við Flóttamannastofnun.

16. jan. 2006 : Microsoft Íslandi aðstoðar flóttamenn

 
Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft, Katla Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og Karen Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Nýjar tölvur og hugbúnaður hjálpa til við aðlögun að íslensku samfélagi
Microsoft Íslandi afhenti á dögunum Reykjavíkurdeild Rauða krossins hugbúnað að gjöf. Rauði krossinn mun svo útdeila honum til flóttamannafjölskyldna sem komu hingað til lands frá Kosovo og Kólumbíu í haust. Hugbúnaðurinn, Microsoft Windows XP stýrikerfi og Microsoft Office, verður notaður í tölvur sem flóttamennirnir hafa fengið að gjöf frá velunnurum Rauða krossins.

Fjölskyldurnar sem um ræðir eru sjö talsins, ein sjö manna fjölskylda frá Kosovo og sex einstæðar mæður frá Kólumbíu með alls 18 börn á sínu framfæri. Hver fjölskylda fær sína eigin tölvu með hugbúnaðinum frá Microsoft uppsettum. Allir fjölskyldumeðlimir stunda nú íslenskunám af miklum krafti og munu tölvurnar og hugbúnaðurinn hjálpa þeim umtalsvert við að fóta sig í nýju landi.

Karen Theodórsdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins, segir miklu máli skipta fyrir flóttafólkið að hafa aðgang að tölvum og Internetinu á heimilum sínum. ?Það er mikilvægt við íslenskunámið, því bæði geta hinir fullorðnu nýtt tölvurnar við fjarnám og börnin þurfa ekki lengur að vinna öll sín verkefni á tölvustofum skólanna eins og verið hefur. Jafnframt á fólkið auðveldara með að halda sambandi við ættmenni erlendis og fylgjast með fréttum frá fyrri heimaslóðum. Þessi gjöf frá Microsoft á því eftir að reynast kærkomin.?

12. jan. 2006 : Flóttafólk sest að í Reykjavík

Grein sem birtist í blaðinu Auðnuspor í lok ársins 2005. Þar fjallar hún um aðild Reykjavíkurborgar að komu flóttafólksins frá Kólombíu og Kosovo.

Flóttafólk sest að í Reykjavík

5. jan. 2006 : Skýrsla um reynslu og viðhorf flóttamanna á Íslandi

Skýrslan var unnin af Félagsvísindastofnun fyrir Flóttamannaráð Íslands árið 2005.

4. jan. 2006 : Balkanmyndband