27. jún. 2006 : Sjálfboðaliðar aðstoða hælisleitendur

Nokkrir einstaklingar hófu að heimsækja hælisleitendur á síðasta ári. Þeir hafa stofnað grasrótarhreyfingu: ?Áhugahóp um mannréttindi hælisleitenda?.

20. jún. 2006 : Kynntu sér stöðu flóttamanna á 17. júní

Þeir sem lögðu leið sína í tjald Rauða krossins og Flóttamannastofnunar urðu margs vísari um stöðu flóttamanna í heiminum.

Þó nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í tjald Rauða kross Íslands og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í tilefni Alþjóðadags flóttamanna sem er í dag en haldinn var hátíðlegur 17. júní s.l.

Tjaldi hafði verið komið fyrir í Mæðragarðinum við Lækjargötu til að vekja athygli á stöðu flóttamanna heima og heiman. Gátu gestir til að mynda skoðað myndir úr flóttamannabúðum í Rúanda og Chad, kynnst flóttamannaverkefninu í Reykjavík, fengið upplýsingar um starf Rauða krossins, Reykjavíkurborgar og Flóttamannastofnunar í málefnum flóttafólks og svarað léttum spurningum varðandi flóttamannamál.

19. jún. 2006 : Flóttamenn: Fólkið sem enginn vill fá

Anna stundar BA-nám í mannfræði við Háskóla Íslands. Grein þessi birtist á vefnum www.hugsandi.is og er birt með leyfi Önnu.

17. jún. 2006 : Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur á Íslandi

Ómar er formaður Rauða kross Íslands og Atli Viðar verkefnisstjóri í málefnum flóttamanna og hælisleitenda hjá Rauða krossi Íslands.

16. jún. 2006 : Alþjóðadagur flóttamanna haldinn á Íslandi á þjóðhátíðardaginn

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur á síðastliðnum 55 árum hjálpað yfir 50 milljónum manna til að byggja líf sitt upp að nýju. Í dag er fjöldi þeirra sem Flóttamannastofnunin aðstoðar um 20 milljónir. Ísland hefur frá árinu 1956 tekið á móti um 450 flóttamönnum.
Þann 17. júní munu Rauði kross Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna halda sameiginlega upp á alþjóðadag flóttamanna með ljósmyndasýningu, leikjum og fræðsluefni í sérstöku tjaldi í Mæðragarðinum í Lækjargötu.  

Þykir vel við hæfi að nota þjóðhátíðardaginn til að vekja athygli á málefnum flóttamanna og hælisleitenda hérlendis sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín, fjölskyldu og ættjörð.

15. jún. 2006 : Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur

       Alþjóðadagur flóttamanna haldinn hátíðlegur 17. júní 2006 kl. 14-18 í Mæðragarðinum í Lækjargötu

20. júní er Alþjóðadagur flóttamanna. Hér á Íslandi munum við nota 17. júní til að vekja athygli á stöðu flóttamanna og allra þeirra sem vegna stríðsátaka, ofsókna eða ofbeldis eru neyddir til að vera fjarri heimilum sínum.