29. nóv. 2006 : Kom til Íslands sem flóttamaður

Árið 1997 kom Nebojsa Zastavnikovic ásamt fjölskyldu sinni til Ísafjarðar sem flóttamaður frá Serbíu. Þá vissi hann ekki hvað að höndum myndi bera. Nú rekur hann eigið byggingafyrirtæki og byggir sumarbústaði á Íslandi. Kristján Guðlaugsson hitti hann að máli.

Nebojsa var lögreglumaður áður en hann fluttist búferlum til Íslands. Meðan hann var í íslenskunámi á Ísafirði vann hann hjá Ágústi Gíslasyni trésmíðameistara og þá vaknaði áhugi hans á húsamíðum og trésmíði.