24. des. 2006 : 50 ár liðin frá komu ungverskra flóttamanna til Íslands

Á aðfangadag eru liðin 50 ár frá því að ríkisstjórn Íslands veitti fyrst flóttamönnum hæli á Íslandi í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða kross Íslands. Um var að ræða flóttamenn frá Ungverjalandi sem höfðu flúið til Austurríkis undan innrás Sovétmanna sem vildu bæla niður uppreisn í landinu.

Alls flúðu um 200.000 manns Ungverjaland á örfáum vikum undir lok árs 1956 og leituðu langflestir þeirra, eða um 180.000, skjóls í Austurríki en aðrir í þáverandi Júgóslavíu.

14. des. 2006 : Sönnunarbyrði hælisleitenda á Íslandi: Rannsókn á úrskurðum dómsmálaráðuneytisins í hælismálum

Svanfríður D. Karlsdóttir hefur veitt Rauða krossi Íslands leyfi til að birta á heimasíðu sinni rannsókn sem hún vann árið 2003 og var styrkt af Nýsköpunarsjóði.

8. des. 2006 : Hælisleitendur eru í lagalegu og félagslegu tómarúmi

Umsóknir um pólitískt hæli hafa breyst og þyngri mál koma nú inn á borð Útlendingastofnunar og lögmanna.

Guðrún Helga Sigurðardóttur blaðamaður á Fréttablaðinu tók viðtal við Katrínu Theodórsdóttur lögfræðing. Birtist viðtalið í  Fréttablaðinu 23. nóvember 2006.