19. jan. 2007 : Nýtt verkefni með hælisleitendum gengur vel

Hópur sjálfboðaliða í Hafnarfjarðardeild Rauða krossins hefur frá því í nóvember heimsótt hælisleitendur sem dvelja í Njarðvík á vegum Félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ.

10. jan. 2007 : Flóttamannastofnun SÞ: Írakar sem flýja land verði viðurkenndir sem flóttamenn

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað beiðni sína til allra landa um að viðurkenna þá sem nú flýja frá Mið- og Suður-Írak sem flóttamenn samkvæmt flóttamannasamningnum frá 1951. Í þessum landshluta er bæði mikið um ofbeldi og mannréttindabrot.

4. jan. 2007 : Ungversku jólabörnin á Íslandi

Aðfaranótt aðfangadags 1956 komu 52 ungverskir flóttamenn til Íslands. Tæpur helmingur þeirra varð íslenzkir ríkisborgarar og enn lifa 14 þeirra hér á landi. Freysteinn Jóhannsson rifjar upp komu þessa fyrsta flóttamannahóps til Íslands. 

2. jan. 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar stuðningi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsir yfir ánægju sinni og þakklæti í garð ríkisstjórna og almennings á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum vegna stuðnings við störf Flóttamannastofnunar í þágu flóttamanna í heiminum.

„Við erum mjög þakklát fyrir langvarandi pólitískan stuðning frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum,“ segir António Guterres yfirmaður Flóttamannastofnunar.