30. mar. 2007 : Flestir hælisleitendur koma frá Írak

Írakar sem flúið hafa frá stríðshrjáðu heimalandi sínu voru fjölmennastir í hópi hælisleitenda í iðnríkjum heimsins á síðasta ári, en ríkin eru 50 talsins.

19. mar. 2007 : Ríkisstjórnin samþykkir að taka á móti flóttamönnum ár hvert

Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að taka árlega á móti hópi flóttamanna hingað til lands. Ákvörðun um þetta var tekin á ríkisstjórnarfundi að tillögu utanríkisráðherra Valgerðar Sverrisdóttur í framhaldi af yfirlýsingu hennar og Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra frá 15. febrúar síðastliðnum um vilja til að renna styrkari stoðum undir reglulega móttöku flóttamanna hér á landi og samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR.

-Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú er mikilvægt skref í að bæta fyrirkomulag Íslendinga við móttöku flóttamanna, segir Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. -Við hjá Rauða krossinum teljum að ferlið verði skilvirkara nú þegar búið er að tryggja samfellu í móttöku flóttamanna.

6. mar. 2007 : Flóttamannastofnun gerir samning við Rauða kross Írlands um sameiningu flóttamannafjölskylda

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert samning við Rauða kross Írlands um samstarf við að sameina flóttamannafjölskyldur á Írlandi.