13. apr. 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna óttast um öryggi þúsunda flóttamanna í Kólumbíu

Þúsundir hafa flúið heimili sín í Narino-héraði í Kólumbíu undan átökum stjórnarhers og herja uppreisnarmanna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur kallað eftir að óbreyttum borgurum í landinu verði veitt vernd og skorar á þarlend stjórnvöld að veita þeim sem lenda á milli í þessum átökum aðstoð.

Á síðustu tveimur vikum hafa yfir sex þúsund manns flúið til bæjanna El Charco og La Tola sem eru í norðurhluta Narino, að sögn Ron Redmond talsmans Flóttamannastofnunar.