22. maí 2007 : Breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Þann 16. mars 2007 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um ríkisborgararétt frá 1952. Rauði kross Íslands fékk tækifæri til að gefa álit sitt á frumvarpinu og skilaði umsögn til allsherjarnefndar.

14. maí 2007 : Samningur um móttöku flóttamanna 2007-2008

Í mars síðastliðnum ákvað ríkisstjórn Íslands að bjóða árlega hópi flóttamanna öruggt skjól á Íslandi í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossinn og sveitarfélög á Íslandi. Með ákvörðuninni er Ísland komið í hóp annarra Norðurlandaþjóða sem einnig bjóða flóttamönnum skjól með þessum hætti.

Rauði krossinn hefur, ásamt móttökusveitarfélagi, haft lykilhlutverki að gegna í móttöku flóttamanna og þann 10. maí síðastliðin var gerður samningur vegna flóttamannaverkefnisins milli félagsmálaráðuneytisins og Rauða kross Íslands.