21. jún. 2007 : Málefni flóttamanna kynnt í Reykjavík og á Akureyri

Alþjóðadagur flóttamanna var haldinn um allan heim í gær 20. júní. Hér á Íslandi var vakin athygli á málefnum flóttamanna með sérstakri dagskrá bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík var reist tjald á Austurvelli þar sem Rauði kross Íslands í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð að kynningu á málefnum flóttamanna heima og heiman ásamt samstarfsaðilum. Fulltrúar frá Rauða krossinum og Reykjavíkurborg kynntu flóttamannaverkefnið í Reykjavík, en tekið verður við hópi 30 flóttamanna frá Kólumbíu síðar á árinu.

20. jún. 2007 : Fjöldi flóttamanna eykst í fyrsta skipti í fimm ár

Fjöldi flóttamanna í heiminum hefur aukist í fyrsta skipti í fimm ár, aðallega vegna ástandsins í Írak að því er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) skýrði frá í gær.