Nýr yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi
Hans ten Feld hefur verið skipaður yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Stokkhólmi frá og með 1. júlí 2007. Hann tekur við starfinu af frú Machiko Kondo sem fer nú á eftirlaun eftir að hafa starfað hjá stofnuninni í tæpan aldarfjórðung.
Hans ten Feld er 52 ára gamall hollenskur ríkisborgari sem hefur starfað fyrir Flóttamannastofnun víða um heim síðan 1981. Hann hefur til að mynda starfað í höfuðstöðvum Flóttamannastofnunarinnar í Genf og á svæðisskrifstofum í Nýja Sjálandi, Myanmar, Þýskalandi, Indlandi, Kambódíu og í Zambíu. Hann er með meistaragráðu í alþjóðalögum frá háskólanum í Utrecht í Hollandi. Hans ten Feld er giftur og á tvö börn.
Svæðisskrifstofa Flóttamannastofnunar í Stokkhólmi vinnur með málefni flóttamanna sem tengjast Norðurlöndunum fimm ásamt Eystrasaltsríkjunum þremur Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Rauði kross Íslands er umboðsaðili Flóttamannastofnunar á Íslandi.
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir ánægju með ályktun fulltrúaþings Bandaríkjanna um aukna aðstoð við flóttamenn í Kólumbíu
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hvetja til ráðstafana til að draga úr dauðsföllum á höfum úti
„Það er mjög fjölbreyttur hópur sem ferðast á bátum með þessum hætti, flóttamenn og hælisleitendur á hrakningi undan ofsóknum eða átökum, en einnig fólk í leit að betri lífskjörum. Fólkið er oft á mjög lélegum bátum og í bráðri lífshættu. Ferðirnar eru oft skipulagðar af glæpahringjum sem enga virðingu bera fyrir mannslífum," segir Erika Feller, sem stýrir aðgerðum Flóttamannastofnunar til að vernda flóttamenn og hælisleitendur.