10. des. 2007 : Námskeið fyrir flóttamannafjölskyldur

Haldin hafa verið tvö námskeið undir yfirskriftinni „Að setjast að í nýju landi,” fyrir flóttamannafjölskyldurnar sem komu til landsins í haust. Farið var yfir það hvernig best er að takast á við hugsanir og tilfinningar sem fólk upplifir þegar það flytur í annað land.

Það getur verið flókið að koma sér fyrir í framandi menningarumhverfi og oft fylgir því mikið tilfinningalegt álag. Að flytja til annars lands er erfið reynsla sem getur valdið kvíða og álagi og jafnvel verið áfall fyrir viðkomandi. Markmiðið með námskeiðunum var að auðvelda fólkinu aðlögun að íslensku samfélagi.