5. des. 2008 : Löglega staðið að aðgerðum lögreglu gagnvart hælisleitendum

Ekkert bendir til annars en að fullnægjandi lagaheimildir hafi legið fyrir við þær aðgerðir sem lögreglan á Suðurnesjum greip til gagnvart hælisleitendum þann 11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í úttekt sem LOGOS lögmannsþjónusta vann að beiðni Rauða kross Íslands.

Hinsvegar skal tekið fram að nokkuð ber í milli í frásögnum hælisleitenda eins og þær birtast í skýrslum Rauða krossins og lögregluskýrslum. Samkvæmt upplýsingum nokkurra hælisleitenda nutu þeir ekki aðstoðar túlks og er því viðbúið að lögreglu hafi verið illmögulegt að uppfylla kröfur laga um að leita samþykkis allra þeirra sem sættu húsleitinni.

20. nóv. 2008 : Að setjast að í nýju landi

Palestínsku flóttakonurnar sem komu til landsins í haust tóku nýverið þátt í námskeiðinu „Að setjast að í nýju landi.“  Námskeiðið var haldið af Rauða krossinum og sáu leiðbeinendurnir Jóhann Thoroddsen og Paola Cardenas verkefnisstjórar um kennsluna.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um ferlið að flytja og setjast að í nýju landi, viðhorf til nýja landsins og viðbrögð við miklu álagi í langan tíma. Þá kom kona úr hópi flóttafólks sem kom til Íslands árið 2005 og greindi frá reynslu sinni.

29. okt. 2008 : Reiðhjólahjálmar að gjöf á Akranesi

Reiðhjólaverslunin Hvellur í Kópavogi brást snarlega við og færði börnunum úr palestínsku flóttafjölskyldunum reiðhjólahjálma að gjöf þegar Rauði krossinn leitaði til þeirra á dögunum.


27. okt. 2008 : Fjöldi hælisumsókna til iðnvæddra ríkja fyrri hluta ársins 2008

Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr fjölda íraskra hælisleitenda fyrri hluta ársins 2008 voru Írakar enn langfjölmennasti hópur hælisleitenda í iðnvæddum ríkjum. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNHCR.

22. sep. 2008 : Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur

„Rauði krossinn hyggst láta gera óháða rannsókn á húsleit lögreglu hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ." Tilefni til að skoða sérstaklega yfirlýsingar stjórnvalda. Brein eftir Elvu Björk birtist í Morgunblaðinu 22.09.2008.

 

16. sep. 2008 : Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi

TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.

 

15. sep. 2008 : Núna er Ísland landið mitt

Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.

14. sep. 2008 : Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum

Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.

12. sep. 2008 : „Með nóg af hlýjum fötum?“

Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.  

10. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn fá nýtt líf á Íslandi

Eftir langt ferðalag kom hópur 29 palestínskra flóttamanna til Íslands á mánudag en þar mun fólkið hefja nýtt líf eftir tvö ár í bráðabirgðabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands.

9. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn fá skjól á Íslandi

Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn komu til landsins í gærkvöldi í boði íslenskra stjórnvalda.

8. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag

Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.

7. ágú. 2008 : Palestínumenn úr flóttamannabúðum í Írak fá hæli á Íslandi

Tuttugu og níu  palestínskir flóttamenn sem hafast við í bráðabirgðabúðum í eyðimörkinni á landamærum Íraks og Sýrlands eru nú á leið til Íslands og munu fara úr flóttamannabúðunum innan fárra vikna.

„Á meðal flóttamanna í þessum hópi eru konur og börn sem þurft hafa að þola miklar þjáningar og erfiðleika. Eina tiltæka lausnin á vanda þessa fólks er að útvega þeim hæli í öðru landi,” sagði Daníel Endres, fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar í Írak.

Ísland veitir 20-30 flóttamönnum hæli á hverju ári og á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á að aðstoða konur sem eiga í erfiðleikum, ekki síst einstæðar mæður.

2. júl. 2008 : Að hjálpa öðrum drífur mann áfram

Flóttafólki fer síst fækkandi í heiminum, raunar fjölgaði þeim í fyrsta skipti í fimm ár í fyrra. Thomas Straub starfar hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og hann sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá erfiðu starfi, vandanum og framlagi Íslendinga. Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 28. júní 2008.

 

30. jún. 2008 : Frábær ferð í Bláa Lónið og Svartsengi

Síðastliðinn miðvikudag fóru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins og hælisleitendur á Íslandi í skemmtilega sumarferð í Bláa Lónið og Svartsengi.

Ferðin var farin í blíðskaparveðri og ríkti bæði mikil eftirvænting og kátína meðal ferðalanga. Morguninn hófst með boðsferð í Bláa Lónið þar sem menn nutu afslappandi baðsins á rólegum morgni. Endurnærður hélt hópurinn svo yfir í Svartsengi þar sem tekið var á móti hópnum með veitingum í Eldborg og orkuverin skoðuð eftir að menn höfðu fengið létta hressingu. Skoðunarferðin endaði í Eldvörpum þar sem blásið var kröftulega úr einni af borholum Hitaveitunnar.

23. jún. 2008 : Góð stemning á Alþjóðadegi flóttamanna

Flóttamannaverkefni íslenskra stórnvalda og Rauða krossins var kynnt fyrir helgi á Alþjóðadegi flóttamanna á Akranesi. Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi fluttu ávarp í tilefni dagsins.

Fyrr um daginn var Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra afhent fyrsta eintakið af Handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu.

20. jún. 2008 : Allir eiga rétt á vernd

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. Á Íslandi er Rauði krossinn fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og hefur tekið að sér málsvarahlutverk og hagsmunagæslu flóttafólks á Íslandi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. júní 2008.

 

19. jún. 2008 : Milljónir á flótta um allan heim

Flóttamönnum fjölgaði í fyrra, í fyrsta skipti í fimm ár. Íraksstríðið er talinn vera helsti orsakavaldurinn.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, fjórði hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2008.

18. jún. 2008 : Tekið á móti flóttamanni frá Sri Lanka

Starfsmenn Rauða krossins tóku á móti flóttamanni frá Sri Lanka í gær sem var veitt dvalarleyfi hér á landi. Maðurinn vann sem túlkur fyrir friðargæslu sem ríkisstjórnir Norðurlandanna stóðu fyrir í landinu og var óttast um öryggi hans eftir að verkefninu lauk fyrr á árinu. Íslensk yfirvöld hafa þegar tekið við einum flóttamanni frá Sri Lanka sem var í sömu stöðu. Norðmenn hafa tekið á móti átta fyrrverandi starfsmönnum friðargæslunnar ásamt fjölskyldum þeirra.

15. jún. 2008 : Okkur var gefið annað tækifæri

Dragana Zastavnikovic kom til Ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni sem flóttamaður árið 1996. Óvissan var algjör en þeim var ekki lengur vært í heimalandi sínu.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, þriðji hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 7. júní 2008.

13. jún. 2008 : Þarf ekki stór sveitarfélög til

Koma sautján flóttamanna til Hafnar í Hornafirði var stórt verkefni fyrir ekki stærra sveitarfélag. Áhugi bæjarbúa var mikill og lögðust allir á eitt við að standa sig sem best.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, annar hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 6. júní 2008.

10. jún. 2008 : Markviss stefna um mannúð

Fimmtíu og tvö ár eru síðan fyrstu flóttamennirnir komu til landsins. Með stofnun flóttamannaráðs árið 1995 urðu vatnaskil í málaflokknum og mótuð var markviss stefna um mannúðaraðstoð. Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, fyrsti hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 5. júní 2008.

6. jún. 2008 : Lifi sem Íslendingur, dey sem Ungverji

Mikael Franson var fyrsti flóttamaðurinn sem skrifaði sig á lista til Íslands í flóttamannabúðum 1956 í Austurríki. Viðtal við Mikael birtist í DV 30. mai 2008.

6. jún. 2008 : Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Al Waleed flóttamannabúðanna í Írak

Íslensk sendinenfnd skipuð fulltrúum frá flóttamannanefnd og Útlendingastofnun lagði í dag af stað til Íraks til að taka viðtöl við flóttafólk sem boðið verður hæli hér á landi nú í haust. Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri Rauða krossins um málefni flóttamanna er einn þriggja fulltrúa sendinefndarinnar.

Flóttafólkið dvelst í Al Waleed flóttamannabúðunum sem liggja á einskismannslandi nærri landamærum Sýrlands og býr við skelfilegar aðstæður. Það er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna að palestínskir flóttamenn í Írak séu í brýnni þörf fyrir öruggt skjól, og fóru Sameinuðu þjóðirnar því þess á leit við íslensk stjórnvöld að veita hluta þeirra sem þar dvelja hæli.

Vegna ótryggs ástands í Al Waleed flóttamannabúðunum geta hvorki Flóttamannastofnun, Rauði krossinn né önnur hjálparsamtök hafst við í búðnum, og er aðeins hægt að fara þangað í björtu.

28. maí 2008 : Rangfærslur og misskilningur í umræðu um flóttamenn

Atli Viðar Thorstensen fulltrúi Rauða krossins í flóttamannanefnd og starfsmaður Rauða krossins segist umfram allt hafa haft hugann við neyð þeirra flóttamanna sem um hefur verið rætt síðustu daga. Viðtal við Atla birtist í Skessuhorni þann 16. maí.

28. maí 2008 : Innikróaðir í eyðimörkinni

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða allt að 30 manna hópi palestínskra flóttamanna hæli hér á landi, einstæðum mæðrum og börnum þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak. Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. maí.

27. maí 2008 : Fjömennur kynningarfundur

Á þriðja hundrað íbúar á Akranesi mættu á kynningarfund um málefni flóttafólks í Tónbergi, sal Tónlistarskólans, í gær. Fundurinn var haldinn af Akraneskaupstað, Rauða krossi Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Markmið fundarins var að veita íbúum á Akranesi upplýsingar um flóttamannaverkefni almennt og ástandið í Al – Waleed fóttamannabúðunum sérstaklega og fluttu Guðrún  Ögmundsdóttir, formaður flóttamannanefndar, og Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands erindi í því skini. Hallur Magnússon, fyrrverandi félagsmálastjóri á Höfn í Hornafiðri og Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri í Reykjanesbæ, fjölluðu um reynslu annarra sveitarfélaga af flóttamannaverkefnu, Jón Á. Kalmasson, heimspekingur, flutti stutta hugvekju um sammannlegar væntingar til lífsins óháð uppruna eða öðrum tilfallandi eiginleikum fólks og Dragana Zastavnikovic, sem kom sem flóttamaður til Ísafjarðar árið 1996, sagði frá reynslu sinni.

25. maí 2008 : Móttaka flóttamanna.

Móttaka flóttamanna sem fyrirhuguð er í ár er verkefni sem hefur verið framkvæmt með núverandi hætti síðan 1996 þegar hópur flóttafólks kom til Ísafjarðar.

 

22. maí 2008 : Lífshættulegar aðstæður palestínskra flóttamanna í Írak

Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst áhyggjum yfir aðstæðum hjá hundruðum Palestínumanna sem hafast við í Al Waleed flóttamannabúðunum nálægt landamærum Íraks og Sýrlands.

 

6. maí 2008 : Að finna sér rætur á ný

„Draumur minn snýst um að fá að ganga menntaveginn,“ sagði Zija Krrutaj í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur. Zija var boðið af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðinu í félagsskapinn „Ungt flóttafólk í Evrópu“.

29. apr. 2008 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna harmar dauða fjögurra flóttamanna sem vísað var frá Tyrklandi

Fjórir flóttamenn drukknuðu á suðausturlandamærum Tyrklands og Íraks eftir að tyrkneska lögreglan neyddi þá til að synda yfir straumharða á. Alls voru 18 manns neyddir út í ána en 14 þeirra komust yfir hana heilir á húfi.

Atburðurinn átti sér stað miðvikudaginn 23. apríl á svæði þar sem landamæragæsla er takmörkuð, ekki langt frá Habur (Silogi) í Sirnak héraði í suðausturhluta Tyrklands. Samkvæmt vitnum höfðu tyrknesk yfirvöld áður reynt að vísa úr landi hópi 60 manna af ýmsu þjóðerni gegn vilja þeirra. Úr hópi þeirra leyfðu íraskir landamæraverðir 42 Írökum að koma yfir, en neituðu að taka við 13 Sýrlendingum og fimm Írönum.

18. apr. 2008 : Rússneskt skyndihjálparnámskeið

Rússnenskumælandi hælisleitendum sem bíða málsmeðferðar hér á landi var boðið á skyndihjálparnámskeið á dögunum og er það í fyrsta sinn sem Rauði krossinn kennir skyndihjálparnámskeið á rússnesku. Kennslan fór fram á íslensku en Svetlana Kabalina túlkaði og var búið að þýða allt námsefnið yfir á rússnensku. Leiðbeinandi var Kristján Carlsson Granz.

 

Farið var í grunnatriði skyndihjálpar sem nauðsynlegt er að allir kunni til að geta veitt slösuðum eða sjúkum hjálp þar til aðstoð fagfólks berst. Til að mynda var farið í hvernig tryggja á öryggi á slysstað, hvernig meta á ástand slasaðra eða veikra, hvernig losa má aðskotahlut úr öndunarvegi, hvernig meðhöndla á áverka eins og blæðingar, höfuðhögg, mænuskaða, brunasár, beinbrot og liðáverka og alvarleg veikindi eins og brjóstverk, bráðaofnæmi, flogaveiki, sykursýki, öndunarerfiðleika og heilablóðfall. Verklegar æfingar voru auk þess framkvæmdar í endurlífgun og notkun hjartarafstuðtækja.

8. apr. 2008 : Einkenni ofurálags umfjöllunarefni á námskeiði fyrir hælisleitendur

Hælisleitendum sem bíða úrlausna sinna mála var boðið að taka þátt í námskeiði í sálrænum stuðningi á dögunum.

27. feb. 2008 : Flóttamannakonur læra um skyndihjálp og forvarnir

Kólumbísku flóttakonurnar sem komu til landsins síðasta haust tóku þátt í skyndihjálparnámskeiði í gær. Á námskeiðinu var lögð áhersla á þau atriði slysaforvarna og skyndihjálpar sem eiga erindi við foreldra og forráðamenn barna. Meðal annars var fjallað um lykilatriði skyndihjálpar, hvernig gera á að sárum, stöðva blæðingu og þekkja helstu einkenni alvarlegra veikinda hjá börnum auk endurlífgunar.

Eftir námskeiðið fóru konurnar í heimsókn í Forvarnarhús Sjóvá. Þar voru þær fræddar um slysaforvarnir í heimahúsum og umferðinni og voru leystar út með gjöfum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Margrét Halldórsdóttir en henni til aðstoðar voru Paola og Luciano sem sáu um spænska þýðingu.

3. jan. 2008 : Flóttamenn í Kólumbíu búa við mikla örbirgð

Alþjóða Rauði krossinn (ICRC) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (World Food Programme - WFP) hafa kynnt nýja rannsókn á kjörum þeirra milljóna manna sem þurft hafa að yfirgefa heimili sin í Kólumbíu en hafa ekki flúið út fyrir landamærin. Rannsóknin náði til átta borga í Kólumbíu og sýnir að flóttafólkið er í hópi þeirra sem búa við mesta örbirgð í landinu. 25-52% barna á heimilum flóttafólks fá færri en þrjár máltíðir á dag vegna þess að foreldrar þeirra eiga ekki fyrir nægum mat.

Í rannsókninni kemur fram hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að hjálpa flóttafólki á þeim stöðum þar sem það hefur helst sest að, en það er í borgunum Barranquilla, Bogota, Cartagena, Florencia, Medellin, Santa Marta, Sincelejo og Villavicencio. Flestar þær fjölskyldur sem neyðst hafa til að flýja heimili sín búa við mun meiri fátækt en heimamenn. Meirihluti flóttamanna er undir fátæktarmörkum (mánaðartekjur innan við 3200 ISK), sérstaklega í Medellin, Florencia, Baranquilla, Cartagena og Villavicencio.