30. jún. 2008 : Frábær ferð í Bláa Lónið og Svartsengi

Síðastliðinn miðvikudag fóru sjálfboðaliðar Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins og hælisleitendur á Íslandi í skemmtilega sumarferð í Bláa Lónið og Svartsengi.

Ferðin var farin í blíðskaparveðri og ríkti bæði mikil eftirvænting og kátína meðal ferðalanga. Morguninn hófst með boðsferð í Bláa Lónið þar sem menn nutu afslappandi baðsins á rólegum morgni. Endurnærður hélt hópurinn svo yfir í Svartsengi þar sem tekið var á móti hópnum með veitingum í Eldborg og orkuverin skoðuð eftir að menn höfðu fengið létta hressingu. Skoðunarferðin endaði í Eldvörpum þar sem blásið var kröftulega úr einni af borholum Hitaveitunnar.

23. jún. 2008 : Góð stemning á Alþjóðadegi flóttamanna

Flóttamannaverkefni íslenskra stórnvalda og Rauða krossins var kynnt fyrir helgi á Alþjóðadegi flóttamanna á Akranesi. Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi fluttu ávarp í tilefni dagsins.

Fyrr um daginn var Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra afhent fyrsta eintakið af Handbók Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna í íslenskri þýðingu.

20. jún. 2008 : Allir eiga rétt á vernd

20. júní er alþjóðadagur flóttamanna. Á Íslandi er Rauði krossinn fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og hefur tekið að sér málsvarahlutverk og hagsmunagæslu flóttafólks á Íslandi. Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. júní 2008.

 

19. jún. 2008 : Milljónir á flótta um allan heim

Flóttamönnum fjölgaði í fyrra, í fyrsta skipti í fimm ár. Íraksstríðið er talinn vera helsti orsakavaldurinn.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, fjórði hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 9. júní 2008.

18. jún. 2008 : Tekið á móti flóttamanni frá Sri Lanka

Starfsmenn Rauða krossins tóku á móti flóttamanni frá Sri Lanka í gær sem var veitt dvalarleyfi hér á landi. Maðurinn vann sem túlkur fyrir friðargæslu sem ríkisstjórnir Norðurlandanna stóðu fyrir í landinu og var óttast um öryggi hans eftir að verkefninu lauk fyrr á árinu. Íslensk yfirvöld hafa þegar tekið við einum flóttamanni frá Sri Lanka sem var í sömu stöðu. Norðmenn hafa tekið á móti átta fyrrverandi starfsmönnum friðargæslunnar ásamt fjölskyldum þeirra.

15. jún. 2008 : Okkur var gefið annað tækifæri

Dragana Zastavnikovic kom til Ísafjarðar ásamt fjölskyldu sinni sem flóttamaður árið 1996. Óvissan var algjör en þeim var ekki lengur vært í heimalandi sínu.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, þriðji hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 7. júní 2008.

13. jún. 2008 : Þarf ekki stór sveitarfélög til

Koma sautján flóttamanna til Hafnar í Hornafirði var stórt verkefni fyrir ekki stærra sveitarfélag. Áhugi bæjarbúa var mikill og lögðust allir á eitt við að standa sig sem best.  Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, annar hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 6. júní 2008.

10. jún. 2008 : Markviss stefna um mannúð

Fimmtíu og tvö ár eru síðan fyrstu flóttamennirnir komu til landsins. Með stofnun flóttamannaráðs árið 1995 urðu vatnaskil í málaflokknum og mótuð var markviss stefna um mannúðaraðstoð. Fréttaskýring um flóttamenn á Íslandi, fyrsti hluti af fjórum. Birtist í Fréttablaðinu 5. júní 2008.

6. jún. 2008 : Lifi sem Íslendingur, dey sem Ungverji

Mikael Franson var fyrsti flóttamaðurinn sem skrifaði sig á lista til Íslands í flóttamannabúðum 1956 í Austurríki. Viðtal við Mikael birtist í DV 30. mai 2008.

6. jún. 2008 : Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Al Waleed flóttamannabúðanna í Írak

Íslensk sendinenfnd skipuð fulltrúum frá flóttamannanefnd og Útlendingastofnun lagði í dag af stað til Íraks til að taka viðtöl við flóttafólk sem boðið verður hæli hér á landi nú í haust. Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri Rauða krossins um málefni flóttamanna er einn þriggja fulltrúa sendinefndarinnar.

Flóttafólkið dvelst í Al Waleed flóttamannabúðunum sem liggja á einskismannslandi nærri landamærum Sýrlands og býr við skelfilegar aðstæður. Það er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna að palestínskir flóttamenn í Írak séu í brýnni þörf fyrir öruggt skjól, og fóru Sameinuðu þjóðirnar því þess á leit við íslensk stjórnvöld að veita hluta þeirra sem þar dvelja hæli.

Vegna ótryggs ástands í Al Waleed flóttamannabúðunum geta hvorki Flóttamannastofnun, Rauði krossinn né önnur hjálparsamtök hafst við í búðnum, og er aðeins hægt að fara þangað í björtu.