2. júl. 2008 : Að hjálpa öðrum drífur mann áfram

Flóttafólki fer síst fækkandi í heiminum, raunar fjölgaði þeim í fyrsta skipti í fimm ár í fyrra. Thomas Straub starfar hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og hann sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá erfiðu starfi, vandanum og framlagi Íslendinga. Viðtalið birtist í Fréttablaðinu 28. júní 2008.