Neikvæðar afleiðingar fyrir hælisleitendur
„Rauði krossinn hyggst láta gera óháða rannsókn á húsleit lögreglu hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ." Tilefni til að skoða sérstaklega yfirlýsingar stjórnvalda. Brein eftir Elvu Björk birtist í Morgunblaðinu 22.09.2008.
Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi
TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaðamaður bankaði upp á, nokkrum dögum eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Andri Karl blaðamaður tók saman greinina sem birtist í Morgunblaðinu 13. september.
Núna er Ísland landið mitt
Lena Mazat kom til Akraness eftir tveggja ára dvöl í flóttamannabúðum sem hún segir versta stað á jörðu. Hún sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá fyrstu dögunum hér. Hún ætlar sér að verða Skagamaður og strákarnir hennar eru komnir í boltann.
Íslendingarnir strax teknir í nám í arabískum dönsum
Ánægðar en þreyttar flóttakonur hittu stuðningsfjölskyldur sínar á Akranesi í gær. Börnin kynntust nýjum heimkynnum og ekki síður leikföngum. Ein konan byrjaði strax að kenna arabíska dansa. Kolbeinn Óttarsson Proppé blaðamaður skrifaði greinina sem birtist í Fréttablaðinu 10. september.
„Með nóg af hlýjum fötum?“
Það var líf og fjör í félagsaðstöðunni Þorpinu á Akranesi í gær. Þar var samankomið palestínskt flóttafólk sem hingað er nýkomið frá flóttamannabúðum í Írak. Grein um flóttamennina birtist í Morgunblaðinu 10. september.
Palestínskir flóttamenn fá nýtt líf á Íslandi
Eftir langt ferðalag kom hópur 29 palestínskra flóttamanna til Íslands á mánudag en þar mun fólkið hefja nýtt líf eftir tvö ár í bráðabirgðabúðum á landamærum Íraks og Sýrlands.
Palestínskir flóttamenn fá skjól á Íslandi
Tuttugu og níu palestínskir flóttamenn komu til landsins í gærkvöldi í boði íslenskra stjórnvalda.
Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag
Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.