5. des. 2008 : Löglega staðið að aðgerðum lögreglu gagnvart hælisleitendum

Ekkert bendir til annars en að fullnægjandi lagaheimildir hafi legið fyrir við þær aðgerðir sem lögreglan á Suðurnesjum greip til gagnvart hælisleitendum þann 11. september síðastliðinn. Þetta kemur fram í úttekt sem LOGOS lögmannsþjónusta vann að beiðni Rauða kross Íslands.

Hinsvegar skal tekið fram að nokkuð ber í milli í frásögnum hælisleitenda eins og þær birtast í skýrslum Rauða krossins og lögregluskýrslum. Samkvæmt upplýsingum nokkurra hælisleitenda nutu þeir ekki aðstoðar túlks og er því viðbúið að lögreglu hafi verið illmögulegt að uppfylla kröfur laga um að leita samþykkis allra þeirra sem sættu húsleitinni.