9. nóv. 2009 : Hælisleitendur og Dublinar endursendingar til Grikklands

Í apríl 2008 gaf Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna út skýrslu þar sem lýst var miklum áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi.

16. okt. 2009 : Herþotur yfir Bagdada. Flóttamanni fæddum 1990 var vísað úr landi í gær - því það má

Daginn sem herþoturnar hófu að svífa yfir Bagdad vissi Layla Khalil Ibrahim að eitthvað mikið var í vændum. Hún var óttaslegin yfir því hvað tæki við í kjölfar innrásarinnar í Írak. Greinin birtist á Smugan.is.

13. okt. 2009 : Aðstæður hælisleitenda í Grikklandi –vettvangsskýrsla Rauða krossins og Caritas í Austurríki

Í ágúst 2009 birtu Rauði krossinn og Caritas í Austurríki niðurstöður vettvangsferðar til Grikklands í þeim tilgangi að kanna örlög hælisleitenda sem sendir voru frá Austurríki til Grikklands á grundvelli Dublinar samstarfsins. Vegna fjölda þeirra einstaklinga sem óska alþjóðlegrar verndar á Grikklandi hefur því oft verið haldið fram að grísk stjórnvöld og stjórnsýsla hafi hvorki bolmagn né getu til að tryggja hælisleitendum sanngjarna og réttláta málsmeðferð og að aðbúnaði hælisleitenda þar í landi sé verulega ábótavant.

Ríkisstjórnir sem taka þátt í Dublinar samstarfinu hafa hins vegar verið á öndverðri skoðun og haldið áfram að senda hælisleitendur til Grikklands á grundvelli þess þrátt fyrir tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins og annarra samtaka og stofnana.

8. okt. 2009 : Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Ljósmyndasýningin HEIMA – HEIMAN opnar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag og stendur til 10. janúar. Sýningin er unnin í samvinnu við Rauða kross Íslands, Rætur – félag áhugafólks um menningarfjölbreytni og menningarmiðstöðina Edinborg. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á fjölmenningu á Íslandi og er þetta annar áfangastaður á ferð um landið.

Sýningin Heima – Heiman var fyrst sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur haustið 2008. Höfundar hennar eru þær Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur. Ágóði af sölu myndanna rennur til Rauða kross Íslands.

19. sep. 2009 : 70% flóttamanna ílengjast hér

Á morgun eru 30 ár liðin frá því að 34 flóttamenn komu hingað til lands frá Víetnam. Af öllu því flóttafólki sem kemur til Íslands er tiltölulega hátt hlutfall sem festir rætur. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. september 2009.

10. sep. 2009 : „Mér líður vel hérna“ - Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi

ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ramadan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. Greinin birtist í Morgunblaðinu 09.09.2009.

29. júl. 2009 : Krafa um réttlátt hælisleitendakerfi í Evrópusambandinu

Grein eftir Wolfgang Kopetzky stjórnarformann Evrópuskrifstofu Rauða krossins og Bengt Westerberg varaformann Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og formanns sænska Rauða krossins. Greinin birtist í Svenska Dagbladet.

29. júl. 2009 : Skýrsla um meðferð hælisumsókna

Dómsmálaráðuneytið birti þann 27. júlí skýrslu nefndar um meðferð hælisumsókna sem dómsmálaráðherra skipaði 21. apríl sl. Nefndinni var skv. erindisbréfi falið að fara yfir lög og reglur um meðferð hælisumsókna í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, dóms Hæstaréttar frá 12. mars sl. og alþjóðlegra skuldbindinga.

24. júl. 2009 : Amma á Akranesi, látið barnabarn í Írak

Ayda Abdullah Al Esa á heima á Akranesi en elsta dóttir hennar býr við illan kost í flóttamannabúðum í Írak. Dóttirin fær ekki að koma til Íslands en bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að taka við henni. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

22. jún. 2009 : Málefni flóttafólks vöktu mikla athygli á Laugaveginum

Fjölmargir kynntu sér málefni og menningu flóttafólks og hælisleitenda á alþjóðadegi flóttamanna síðast liðinn laugardag. Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stóðu að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk, þar sem athygli var vakin á stöðu flóttafólks og allra þeirra sem neyðast til að leggja á flótta. Jafnframt var bent á þátt flóttafólks við að byggja hér betra samfélag og auðga íslenska menningu og mannlíf. Boðið var upp á ýmsa skemmtun – tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar.

19. jún. 2009 : Opið hús í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna 20. júní í StartArt á Laugaveginum

Í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna standa Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við hælisleitendur og flóttafólk og Kaffitár, að opnu húsi, í listahúsinu StartArt, á Laugavegi 12b, frá klukkan 13:00-15:00. Málefni og menning flóttafólks verða kynnt en boðið verður upp á ýmsa skemmtun - tónlist, dans, dýrindis kaffi og léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

11. jún. 2009 : Námskeið um málsmeðferð hælisleitenda

Fjölmennt var á námskeiði um málsmeðferð hælisleitenda sem Rauði kross Íslands stóð fyrir í gær í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar frá Flóttamannastofnun SÞ fóru yfir ýmis atriði sem skipta grundvallarmáli þegar ákvarðað er um stöðu einstaklings sem sækir um hæli.

„Meginviðfangsefnið var aðferðarfræði við ákvörðun á stöðu flóttamanns, t.d. hvernig eigi að meta trúverðugleika hælisumsækjanda, viðtalstækni, skilyrði flóttamannahugtaksins og fleira," segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands.

11. jún. 2009 : Rauði krossinn andvígur því að senda hælisleitendur til Grikklands

Rauði kross Íslands harmar þá niðurstöðu sem fram kemur í skýrslu dómsmálaráðuneytisins að hælisleitendur verði aftur sendir til Grikklands á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar. Rauði krossinn hefur ítrekað beint þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands að svo stöddu og byggt þau á skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá apríl 2008.

Dómsmálaráðuneytið hefur nú til meðferðar mál sex einstaklinga sem sótt hafa um hæli á Íslandi eftir að hafa dvalist fyrst í Grikklandi. Lengst hafa þeir dvalist á Íslandi í rúmt ár en skemmst í rúma sjö mánuði. Á þeim tíma hafa þeir myndað góð og sterk tengsl við landið og við aðra borgara hér. Allir hafa þeir sótt eftir vernd hérlendis þar sem þeir telja sér ekki óhætt verði þeir sendir aftur til Grikklands á grundvelli Dyflinnar reglugerðarinnar.

10. jún. 2009 : Einn af sex hundruð?

Undanfarið hefur borið á því sjónarmiði að íslensk stjórnvöld snúi öllum hælisleitendum úr landi, ýmist til þeirra landa sem þeir flýja, ellegar annarra Evrópulanda, þar sem þeir eigi illa vist. Greinin birtist á Visir.is þann 30. maí sl.

7. jún. 2009 : Strand í sandi

Hvar finnurðu steikjandi sumarhita, reglubundna sandstorma og eyðimörk með snákum og sporðdrekum? Bættu svo við þunnum tjöldum og ískulda á vetrum – þú gætir verið í Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

2. jún. 2009 : Fólkið sem flýr heimkynni sín

Samanburður á afgreiðslu Íslendinga og Norðmanna á hælisumsóknum leiðir í ljós að frændur okkar veita mun fleiri stöðu flóttamanna. Zoë Robert heimsótti hælisleitendamiðstöðina í Þrándheimi. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

25. maí 2009 : Erfiðara að fá hæli á Norðurlöndunum

VIÐ getum ekki skipað ríkjum að taka við flóttamönnum eða hælisleitendum, aðeins hvatt þau til að grafa ekki undan þeirri stofnun sem hefur það hlutverk að reyna að halda utan um þessi mál á alþjóðavettvangi,“ segir Hanne Marie Mathisen. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 21. maí.

29. apr. 2009 : Átök í Afganistan og Sómalíu fjölga hælisumsóknum í heiminum

Fjöldi hælisleitenda í iðnvæddum löndum jókst í fyrra, annað árið í röð, samkvæmt bráðabirgðahagtölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Má það rekja að hluta til aukins fjölda hælisumsókna frá ríkisborgurum Afganistans, Sómalíu og annarra landa sem eru að ganga í gegnum tímabil ólgu eða átaka. Þótt íröskum hælisleitendum hafi fækkað um 10 prósent árið 2008 þá eru Írakar enn sú þjóð sem á flestar hælisumsóknir í hinum iðnvædda heimi.

383 þúsund nýjar hælisumsóknir voru lagðar fram á síðasta ári í 51 iðnvæddum ríkjum sem er 12 prósenta aukning miðað við árið 2007 þegar umsóknir voru 341 þúsund. Þetta er annað árið í röð sem hælisumsækjendum fjölgar síðan árið 2006 þegar skráður fjöldi hælisumsókna hafði verið lægstur í 20 ár (307 þúsund)

20. apr. 2009 : Mannréttindi innantómt tal

NOORDIN Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kanada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykjanesbæ og bíður þess sem verða vill. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

20. apr. 2009 : Faðirinn myrtur, börn á flótta

Layla Khalil Ibrahim frá Írak mun aldrei gleyma deginum sem hún horfði á eftir þremur barna sinna leggja af stað í hættuför til Evrópu til að elta uppi elsta bróður þeirra. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

17. apr. 2009 : Ráðherra skipar nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa hælisleitanda úr landi var hnekkt.

Atli Viðar Thorstensen verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda og flóttamanna mun taka sæti í nefndinni fyrir hönd Rauða kross Íslands. Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands mun leiða nefndina en aðrir fulltrúar eru Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

16. apr. 2009 : Hverjir eiga að fá hæli?

Hvernig á að taka á málum fólks sem leitar hælis á Íslandi? Hvernig eiga Íslendingar að taka á móti þeim sem eiga sér hvergi skjól og skolar á land á Íslandi? Hingað til hefur stefnan verið sú að beina ábyrgðinni annað.

16. apr. 2009 : Grein um Al Waleed flóttamannabúðirnar í New York Times

Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður skrifaði grein um flóttamannabúiðirnar Al Waleed í Írak sem birtist á vefsíðu The New York Times þann 10. apríl. Greinin birtist einnig í prentuðu útgáfunni af International Herald Tribune (systurblaði New York Times).

8. apr. 2009 : Hvernig ber að skilgreina hugtakið „vopnuð átök” skv. alþjóðlegum mannúðarlögum og tilkall til verndar gegn handahófskenndu ofbeldi (e. indiscriminate violence)

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út skjal þar sem varpað er ljósi á ríkjandi lagalegan skilning á hugtakinu „vopnuð átök sem eru alþjóðlegs eðlis" og á hugtakinu „vopnuð átök sem ekki eru alþjóðlegs eðlis" skv. alþjóðlegum mannúðarlögum.

8. apr. 2009 : Rauði krossinn ítrekar enn tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands

Rauði kross Íslands ítrekaði enn afstöðu sína um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar með bréfi til dómsmálaráðherra sem sent var í gær, 7. apríl.

Þann 26. ágúst 2008 sendi Rauði kross Íslands þáverandi dómsmálaráðherra bréf þessa efnis, ásamt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna varðandi afstöðu stofnunarinnar til sendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar.  Þar kemur fram að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti  áhyggjum sínum yfir því að meðhöndlun hælisumsókna í Grikklandi og meðferð og aðbúnaður hælisleitenda þar í landi stæðist ekki kröfur sem leiða af ákvæðum fjölþjóðlegra samninga sem eiga við á því sviði. Því hefði stofnunin beint þeim tilmælum til stjórnvalda í ríkjum sem samþykkt hafa Dublin reglugerðina að þau sendi hælisleitendur ekki til Grikklands á grundvelli hennar heldur nýti heimild sína samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar til að taka umsóknir þeirra um hæli til efnislegrar meðferðar. Rauði krossinn ítrekaði þessi eindregnu tilmæli sín, sem eru í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar, í bréfi til dómsmálaráðherra dags. 6. október 2008.

8. apr. 2009 : Gagnlegar umræður um málefni hælisleitenda

Hópur fólks sem staðið hefur fyrir mótmælum undanfarið til að vekja athygli á málefnum hælisleitenda á Íslandi átti fund með starfsmönnum Rauða krossins í dag. Þar áttu sér stað mjög opnar og gagnlegar umræður um hlutverk Rauða krossins meðan á málsmeðferð hælisleitenda stendur sem og málsvarahlutverk félagsins við stjórnvöld og stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna og hælisleitenda.

Hópur hælisleitenda sem dveljast á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ var meðal þeirra sem funduðu með Rauða krossinum í dag, og sögðu frá sinni reynslu í samskiptum við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn. Rauði krossinn mun taka mið af því sem þar kom fram við vinnu sína í þessum málaflokki.

31. mar. 2009 : Gamalt efni um flóttamenn

Rauða krossinum hefur áskotnast gamalt útgefið efni um flóttamenn. Annars vegar er það grein eftir Ólínu þorvarðardóttur sem birtist í Heimsmynd í desember 1986 og hins vegar myndbrot úr umfjöllun Ríkissjónvarpsins þegar tekið var á móti pólskum flóttamönnun í maí 1982.

24. mar. 2009 : „Flóttamenn í heimreiðinni: Af hverju hér? “

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna stendur í þessari viku fyrir greinasamkeppni sem nær til Eystrasalts- og Norðurlanda. Þátttakendur eru nemar í fjölmiðlafræði en samkeppnin er skipulögð í samstarfi við helstu dagblöð í þessum löndum. Háskólar og hjálparstofnanir, þar á meðal Rauði kross Íslands, koma einnig að samkeppninni.

„Ólöglegir innflytjendur frá Afríku koma að landi í Evrópu, óttast er að margir þeirra hafi drukknað“. Fyrirsagnir svipaðar þessum eru algengar í evrópskum fréttum. En er allt þetta fólk „ólöglegir innflytjendur“? Getur ekki verið að sumir þeirra séu á flótta undan stríði og ofsóknum? Eru ef til vill hælisleitendur á meðal þeirra? Vitum við hvað býr að baki þessum fréttum í raun og veru. Getur verið að fréttir í þessum málaflokki endurspegli aðallega stjórnmálaskoðanir og almenningsálit? Gera blaðamenn sér alltaf grein fyrir því að á meðal ólöglegra innflytjenda eru oft einstaklingar sem flúið hafa skelfilegan mannúðarvanda og þurfa á vernd að halda?

19. mar. 2009 : Myndað sterk félagsleg tengsl

Aðlögun palestínska flóttafólksins sem kom til Akraneskaupstaðar sl. haust gengur að sögn skipuleggjenda afar vel. Mæðurnar í hópnum hafa m.a. haldið matreiðslunámskeið við góðar undirtektir bæjarbúa. Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

6. mar. 2009 : Akranesdeild Rauða krossins hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Rauði krossinn á Akranesi hlaut í gær Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í þeim flokki þar sem verðlaunaður er sá aðili sem hefur unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Verðlaunin hlaut Akranesdeildin fyrir hlutverk sitt við farsæla aðlögun hóps palestínska flóttafólksins, sem kom til landsins á síðasta ári, að samfélaginu á Akranesi. Það var Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Akranesdeildarinar sem tók við verðlaununum.

Anna Lára er afar ánægð með verðlaunin og segir þau mikla viðurkenningu fyrir deildina og einnig það stuðningskerfi sem Rauði krossinn hefur búið til og unnið eftir. „Þetta er þó fyrst og fremst viðurkenning fyrir konurnar sjálfar og börn þeirra því þær eru svo duglegar og einbeittar að ná fótfestu á Íslandi," segir Anna Lára.

3. mar. 2009 : Rauði krossinn á Akranesi tilnefndur til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt næstkomandi fimmtudag. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna; Hvunndagshetja, Frá kynslóð til kynslóðar, Samfélagsverðlaun og Til atlögu gegn fordómum, en í þeim flokki var Rauða kross deildin á Akranesi tilnefnd.

Í september síðastliðnum komu átta palestínskar flóttakonur til Akraness ásamt 21 barni sínu og settust þar að. Hitann og þungann af verkefninu bar flóttamannanefnd félagsmálaráðuneytisins, Akranesbær og Rauði krossinn á Akranesi, þar á meðal nemendur við Fjölbrautarskólann. Einnig hafa konurnar tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum Rauða krossins. Niðurstaðan er að aðlögun fjölskyldnanna hefur gengið vonum framar.

2. jan. 2009 : Úr vopnagný í kyrrðina

„Ég er 300% afslöppuð," segir Wafaa Nabeel Yosif Al Qina, beðin um að lýsa því hvernig er að dveljast á Íslandi. Viðtal við Wafaa þar sem hún lýsir aðlögun sinni sem flóttamaður á Íslandi birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2008.