29. apr. 2009 : Átök í Afganistan og Sómalíu fjölga hælisumsóknum í heiminum

Fjöldi hælisleitenda í iðnvæddum löndum jókst í fyrra, annað árið í röð, samkvæmt bráðabirgðahagtölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Má það rekja að hluta til aukins fjölda hælisumsókna frá ríkisborgurum Afganistans, Sómalíu og annarra landa sem eru að ganga í gegnum tímabil ólgu eða átaka. Þótt íröskum hælisleitendum hafi fækkað um 10 prósent árið 2008 þá eru Írakar enn sú þjóð sem á flestar hælisumsóknir í hinum iðnvædda heimi.

383 þúsund nýjar hælisumsóknir voru lagðar fram á síðasta ári í 51 iðnvæddum ríkjum sem er 12 prósenta aukning miðað við árið 2007 þegar umsóknir voru 341 þúsund. Þetta er annað árið í röð sem hælisumsækjendum fjölgar síðan árið 2006 þegar skráður fjöldi hælisumsókna hafði verið lægstur í 20 ár (307 þúsund)

20. apr. 2009 : Mannréttindi innantómt tal

NOORDIN Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kanada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykjanesbæ og bíður þess sem verða vill. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

20. apr. 2009 : Faðirinn myrtur, börn á flótta

Layla Khalil Ibrahim frá Írak mun aldrei gleyma deginum sem hún horfði á eftir þremur barna sinna leggja af stað í hættuför til Evrópu til að elta uppi elsta bróður þeirra. Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl.

17. apr. 2009 : Ráðherra skipar nefnd til að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað nefnd til þess að fara yfir lög og reglur um hælisleitendur í ljósi réttarframkvæmdar hér á landi, alþjóðlegra skuldbindinga og dóms Hæstaréttar frá 12. mars þar sem ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa hælisleitanda úr landi var hnekkt.

Atli Viðar Thorstensen verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda og flóttamanna mun taka sæti í nefndinni fyrir hönd Rauða kross Íslands. Björg Thorarensen prófessor við Háskóla Íslands mun leiða nefndina en aðrir fulltrúar eru Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, lögfræðingur og stundakennari við Háskóla Íslands og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

16. apr. 2009 : Hverjir eiga að fá hæli?

Hvernig á að taka á málum fólks sem leitar hælis á Íslandi? Hvernig eiga Íslendingar að taka á móti þeim sem eiga sér hvergi skjól og skolar á land á Íslandi? Hingað til hefur stefnan verið sú að beina ábyrgðinni annað.

16. apr. 2009 : Grein um Al Waleed flóttamannabúðirnar í New York Times

Sigríður Víðis Jónsdóttir blaðamaður skrifaði grein um flóttamannabúiðirnar Al Waleed í Írak sem birtist á vefsíðu The New York Times þann 10. apríl. Greinin birtist einnig í prentuðu útgáfunni af International Herald Tribune (systurblaði New York Times).

8. apr. 2009 : Hvernig ber að skilgreina hugtakið „vopnuð átök” skv. alþjóðlegum mannúðarlögum og tilkall til verndar gegn handahófskenndu ofbeldi (e. indiscriminate violence)

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út skjal þar sem varpað er ljósi á ríkjandi lagalegan skilning á hugtakinu „vopnuð átök sem eru alþjóðlegs eðlis" og á hugtakinu „vopnuð átök sem ekki eru alþjóðlegs eðlis" skv. alþjóðlegum mannúðarlögum.

8. apr. 2009 : Rauði krossinn ítrekar enn tilmæli um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands

Rauði kross Íslands ítrekaði enn afstöðu sína um að hælisleitendur verði ekki sendir til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar með bréfi til dómsmálaráðherra sem sent var í gær, 7. apríl.

Þann 26. ágúst 2008 sendi Rauði kross Íslands þáverandi dómsmálaráðherra bréf þessa efnis, ásamt skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna varðandi afstöðu stofnunarinnar til sendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dublin reglugerðarinnar.  Þar kemur fram að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti  áhyggjum sínum yfir því að meðhöndlun hælisumsókna í Grikklandi og meðferð og aðbúnaður hælisleitenda þar í landi stæðist ekki kröfur sem leiða af ákvæðum fjölþjóðlegra samninga sem eiga við á því sviði. Því hefði stofnunin beint þeim tilmælum til stjórnvalda í ríkjum sem samþykkt hafa Dublin reglugerðina að þau sendi hælisleitendur ekki til Grikklands á grundvelli hennar heldur nýti heimild sína samkvæmt 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar til að taka umsóknir þeirra um hæli til efnislegrar meðferðar. Rauði krossinn ítrekaði þessi eindregnu tilmæli sín, sem eru í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar, í bréfi til dómsmálaráðherra dags. 6. október 2008.

8. apr. 2009 : Gagnlegar umræður um málefni hælisleitenda

Hópur fólks sem staðið hefur fyrir mótmælum undanfarið til að vekja athygli á málefnum hælisleitenda á Íslandi átti fund með starfsmönnum Rauða krossins í dag. Þar áttu sér stað mjög opnar og gagnlegar umræður um hlutverk Rauða krossins meðan á málsmeðferð hælisleitenda stendur sem og málsvarahlutverk félagsins við stjórnvöld og stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna og hælisleitenda.

Hópur hælisleitenda sem dveljast á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ var meðal þeirra sem funduðu með Rauða krossinum í dag, og sögðu frá sinni reynslu í samskiptum við íslensk stjórnvöld og Rauða krossinn. Rauði krossinn mun taka mið af því sem þar kom fram við vinnu sína í þessum málaflokki.